Oddvitar framboðanna sem bítast um völdin í borginni mætast í kappræðum Stundarinnar klukkan 14:00. Um er að ræða fyrstu kappræðurnar í beinni útsendingu þar sem allir oddvitarnir mæta til leiks.
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022
Það besta og versta á kjörtímabilinu
Borgarfulltrúar hafa mismunandi sýn á það sem upp úr stóð á líðandi kjörtímabili, bæði gott og slæmt. Skoðanir á því hvernig tókst til í velferðarmálum eru þannig skiptar en ekki endilega eftir því hvort fólk sat í meiri- eða minnihluta. Borgarfulltrúar í meirihluta telja sig ekki hafa staðið sig nægilega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks. Fráfarandi borgarfulltrúi brýnir næstu borgarstjórn til að undirbúa borgina undir framtíðina.
Fréttir
Laun borgarfulltrúa hækkað tvisvar frá upphafi faraldurs
Laun borgarfulltrúa hækkuðu 1. janúar. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi lagði til frystingu vegna Covid-faraldursins, en hún hefur ekki komið til atkvæða nær ári síðar.
Fréttir
Börnum vísað úr leikskóla vegna skuldavanda foreldra þeirra
Átta börn sem hafa fengið boð um leikskólavist í haust fá ekki notið vistunar nema foreldrum takist að ganga frá vanskilum. Búið er að segja upp leikskólavist sjö annarra barna af sömu sökum.
Fréttir
Segir innheimtufyrirtæki hagnast á skuldavanda borgarbúa
3,7 prósent allra reikninga sem Reykjavíkurborg sendi fór í innheimtu. Skuldari greiðir allan kostnaðinn vegna innheimtunnar, sem er mishár eftir upphæð skuldar.
FréttirAuðmenn
Sósíalistar vilja útsvar á fjármagnstekjur
Sanna Magdalena Mörtudóttir leggur fram tillögu um að sveitarfélögin fái hlutfall af fjármagnstekjum einstaklinga. Bendir hún á að margir af þeim auðugustu hafi eingöngu fjármagnstekjur og greiði því ekkert til að fjármagna þá þjónustu sem sveitarfélög veita.
Fréttir
Sanna gagnrýnir að borgin setji upp jólakött en skeyti engu um fátækt
Borgarfulltrúi Sósíalista gagnrýnir að ekki sé rætt í einu né neinu um fátækt á sama tíma og Reykjavíkurborg hampar jólakettinum. Kötturinn sé þekktur fyrir að borða börn sem ekki fái nýjar flíkur fyrir jólin.
Fréttir
Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu
Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir lögðust ekki gegn Borgarlínu eins og félagar þeirra í Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn í gær. Fulltrúi Sósíalistaflokksins vildi vísa málinu frá.
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018
Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sætir harðri gagnrýni fyrir að hafa stillt sér upp með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum af praktískum ástæðum. „Framkvæmdarstjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins sendi fyrir hönd allrar stjórnarandstöðunnar skipan okkar í nefndir,“ sagði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í dag.
Fréttir
Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra
Borgarfulltrúi Sósíalista mun leggja fram tillögu um að afnema greiðslur til borgarstjóra fyrir stjórnarformennsku hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Dagur er ekki 90 sinnum merkilegri en ég,“ segir varaborgarfulltrúi.
„Þetta er öflugur hópur,“ segir Eyþór Arnalds um flokkana fjóra sem mynda minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúar flokkanna gagnrýna sáttmála nýs meirihluta, en á ólíkum forsendum.
Viðtal
Rannsakaði áhrif þess að vera kölluð „negri“
Sanna Magdalena Mörtudóttir rannsakaði áhrif orðsins „negri“ á mótun sjálfsmyndar dökks fólks.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.