Fréttamál

Samherjamálið

Greinar

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.
Þorsteinn Már segir ný gögn og vitni til staðar í Seðlabankamálinu
FréttirSamherjamálið

Þor­steinn Már seg­ir ný gögn og vitni til stað­ar í Seðla­banka­mál­inu

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir ný gögn liggja fyr­ir í skaða­bóta­máli sínu gegn Seðla­bank­an­um. Áfrýj­un Seðla­banka Ís­lands í máli hans var tek­in til með­ferð­ar í Lands­rétti dag en for­stjór­inn hafði bet­ur í hér­aði. „Ég held að þú hljót­ir að gera þér grein fyr­ir því að ég vil ekki tala við þig,“ sagði hann við Stund­ina í Lands­rétti í dag.
Sakborningur í Namibíumálinu laus gegn 7 milljóna tryggingu
FréttirSamherjamálið

Sak­born­ing­ur í Namib­íu­mál­inu laus gegn 7 millj­óna trygg­ingu

Ricar­do Gusta­vo, sem set­ið hef­ur í varð­haldi síð­an í nóv­em­ber 2019 vegna Namib­íu­máls Sam­herja, er laus úr haldi gegn trygg­ingu. Hon­um hef­ur þó ver­ið gert að halda sig heima og þarf að sæta ra­f­rænu eft­ir­lits. Ekki er von á að mál hans og fjölda annarra sak­born­inga verði tek­ið til efn­is­með­ferð­ar hjá dóm­stól­um fyrr en á næsta ári.
Seðlabankinn neitar að afhenda úrskurð um niðurfellingu á kæru Samherja gegn starfsmönnum bankans
FréttirSamherjamálið

Seðla­bank­inn neit­ar að af­henda úr­skurð um nið­ur­fell­ingu á kæru Sam­herja gegn starfs­mönn­um bank­ans

Seðla­banki Ís­lands vill ekki af­henda úr­skurð um nið­ur­fell­ingu kæru­máls Sam­herja gegn fimm starfs­mönn­um bank­ans. Bank­inn vís­ar til þess að mál­ið varði einka­hags­muni starfs­manna bank­ans. Embætti rík­is­sak­sókn­ara skil­aði löng­um úr­skurði með rök­stuðn­ingi fyr­ir stað­fest­ingu nið­ur­fell­ing­ar máls­ins.
Kæra Samherja gegn seðlabankafólki lá hjá lögreglu í tvö ár vegna gagnaöflunar
FréttirSamherjamálið

Kæra Sam­herja gegn seðla­banka­fólki lá hjá lög­reglu í tvö ár vegna gagna­öfl­un­ar

Lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörð­um, Karl Ingi Vil­bergs­son, seg­ir að gagna­öfl­un í kæru­máli Sam­herja gegn starfs­mönn­um Seðla­banka Ís­lands hafi dreg­ið það á lang­inn. Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, seg­ist aldrei hafa ver­ið í nokkr­um vafa um að mál­inu yrði vís­að frá.
Sagan af „smurningum“ Íslendinga í Nígeríu í ljósi Namibíumáls Samherja
Rannsókn

Sag­an af „smurn­ing­um“ Ís­lend­inga í Níg­er­íu í ljósi Namib­íu­máls Sam­herja

Sag­an um skreið­ar­við­skipti Ís­lands í Níg­er­íu kann að eiga þátt í skoð­un­um sumra út­gerð­ar­manna á Ís­landi á Namib­íu­mál­inu þar sem mút­ur og hvers kyns sporsl­ur tíðk­ist víða í lönd­um Afr­íku. Ólaf­ur Björns­son hjá sam­lagi skreið­ar­fram­leið­enda tal­aði fjálg­lega um mút­ur og „smurn­ing­ar“ í bók sinni um við­skipti Ís­lend­inga með skreið til Níg­er­íu. Ís­lensk­ir út­gerð­ar­menn, eins og Gunn­ar Tóm­as­son, vísa til skreið­ar­við­skipt­anna sem ákveð­inni hlið­stæðu Namib­íu­máls Sam­herja þeg­ar þeir eru spurð­ir um mat sitt á þessu máli.
Mörg ár liðu þar til ákært var í málum sem líkjast Samherjamálinu í Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Mörg ár liðu þar til ákært var í mál­um sem líkj­ast Sam­herja­mál­inu í Namib­íu

Tvö af þekkt­ustu mál­um Sví­þjóð­ar þar sem mútu­greiðsl­ur í öðr­um lönd­um voru rann­sök­uð í fimm og átta ár áð­ur en. ákær­ur voru gefn­ar út í þeim. Í báð­um til­fell­um höfðu fyr­ir­tæk­in við­ur­kennt að hafa mútað áhrifa­mönn­um í Ús­bekist­an og Dji­bouti. Ólaf­ur Hauks­son hér­aðssak­sókn­ari seg­ir ómögu­legt að full­yrða hvenær rann­sókn Sam­herja­máls­ins í Namib­íu muni ljúka.

Mest lesið undanfarið ár