Útgerðarmenn, heildsalar, byggingaverktakar og viðskiptafólk sem tengist mörgum helstu fyrirtækjum fyrirhrunsáranna eru hvað helst þau sem fengu að kaupa Íslandsbanka í lokuðu útboði. Stundin birtir nöfn fólksins sem raunverulega keyptu í bankanum.
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
Seðlabankinn hefur hafið rannsókn á útboði ríkisins í Íslandsbanka
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur byrjað að rannsaka tiltekin atriði í útboði ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka. Fjármálaráðuneytið segir Bankasýslu ríkisins þurfa að svara fyrir söluna.
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
„Fagfjárfestar“ sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka líka skilgreindir sem „almennir fjárfestar“
Samkvæmt heimildum Stundarinnar skilgreina önnur verðbréfafyrirtæki suma af þeim fjárfestum sem tóku þátt í útboði ríkisins í Íslandsbanka sem almenna fjárfesta en ekki fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið (FME) getur kallað eftir listum frá verðbréfafyrirtækjum um hvernig viðskiptavinir þeirra eru skilgreindir. Mögulegt er að skilgreiningum verðbréfafyrirtækjanna á þessum viðskiptavinum hafi verið breytt til þess að selja þeim hlutabréfin í Íslandsbanka með afslætti.
PistillSalan á Íslandsbanka
6
Jón Trausti Reynisson
Sá sem átti aldrei að sjá um að selja Íslandsbanka
Sjokkið við söluna á Íslandsbanka er þess meira eftir því sem það var viðbúið þegar við skoðum forsöguna.
PistillSalan á Íslandsbanka
5
Hallgrímur Helgason
Seldi sínum bankann okkar
Ótrúleg tíðindi bárust í vikunni. Eftirsóttur hlutur í einum af þjóðarbönkunum var seldur svokölluðum fagfjárfestum og faðir fjármálaráðherra var einn kaupenda. Ráðherrann seldi fjölskyldu sinni hlut í Íslandsbanka á tilboðsverði. Ég endurtek: Pabbi Bjarna Ben keypti í bankanum.
FréttirSalan á Íslandsbanka
3
Þetta eru útgerðarmennirnir sem keyptu í Íslandsbanka
Allnokkrir starfandi útgerðarmenn og eigendur útgerða eru beint eða óbeint á listanum yfir þá fjárfesta sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka af íslenska ríkinu í lok mars. Þetta eru Björgólfur Jóhannssson, Guðrún Lárusdóttir, Jakob Valgeir Flosason, Þorsteinn Kristjánsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Gunnþór Ingvason meðal annarra.
FréttirSalan á Íslandsbanka
5
Bjarni segist ekkert hafa með fjárfestingar föður síns að gera og að Benedikt verði að svara fyrir þær
Bjarni Benediktsson segir að hann hafi fyrst frétt af þátttöku föður síns í útboði Íslandsbanka í gær. Hann bendir á að faðir sinn verði að svara fyrir fjárfestingar sínar. Útboðið á hlutabréfum í Íslandsbanka hefur vakið afar hörð viðbrögð á Alþingi og meðal almennings.
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
Bjarni segist ekki „vera mikið inni í“ fjárfestingum föður síns: Stýrði þeim fyrir hrun
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, stýrði fjárfestingum föður síns Benedikts Sveinssonar á árunum fyrir hrunið 2008. Þá var Benedikt umsvifamikill fjárfestir í olíufélaginu Esso, síðar N1, Kynnisferðum, Glitni, Icelandair og fleiri félögum. Glitnisskjölin árið 2017 sýndu hvernig það var Bjarni sem stýrði þessum fjárfestingum samhliða þingmennsku sinni. Nú hefur komið í ljós að fjárfestingarfélag föður Bjarna keypti hlutabréf í lokuðu útboði á vegum íslenska ríkisins og segist ráðherrann ekki hafa vitað af því.
FréttirSalan á Íslandsbanka
4
Einn kaupandi með sögu strax búinn að græða 100 milljónir á kaupunum í Íslandsbanka
Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir varð þekktur þegar hann fékk að kaupa í Glitni með 20 milljarða króna láni frá sama banka. Félag kennt við hann var eitt þeirra sem voru valin til að kaupa í útboði á hlutum ríkisins og hefur strax grætt 100 milljónir króna á kaupunum, rúmum tveimur vikum seinna.
FréttirSalan á Íslandsbanka
9
Faðir fjármálaráðherra á meðal þeirra sem fengu að kaupa í Íslandsbanka
Listinn yfir kaupendur í Íslandsbanka var birtur rétt í þessu þrátt fyrir andstöðu Bankasýslu ríkisins. Þekkt nöfn eru tengd félögum á listanum, sem komu að bankanum fyrir hrun. Meðal annars Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Guðbjörg Matthíasdóttir og Benedikt Sveinsson, faðir fjármálaráðherra. Listinn er birtur hér í heild.
FréttirSalan á Íslandsbanka
2
Íslandsbanki: Setja þarf lög til að eigendur megi afrita hlutalistann
Íslandsbanki segir að setja þurfi lög til að bankinn geti heimilað hluthöfum að afrita hluthafaskrá félagsins. Í svari bankans segir að jafnvel þó lögum verði breytt í þessa veru þá komi persónuverndarlög mögulega í veg fyrir slíka afritun. Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hafa kallað eftir því að hluthafalistinn verði birtur og er nú beðið eftir svari frá Bankasýslu ríkisins um það.
FréttirSalan á Íslandsbanka
4
Maðurinn sem vildi fá að vita hverjir keyptu í Íslandsbanka
Lítill hluthafi í Íslandsbanka heimsótti bankann af því hann vildi komast að því hverjir keyptu hlutabréf af íslenska ríkinu í nýliðnu útboði. Maðurinn fékk ekki að skoða hluthafalistann sjálfur heldur var starfsmaður bankans með honum allan tímann. Hann fékk heldur ekki að afrita listann eða taka af honum myndir. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur kallað eftir lagabreytingum til að hægt verði að greina frá því hverjir keyptu í útboðinu.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.