Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, hefur tvívegis keypt ríkiseignir á undirverði í einkavæðingarferli. Þetta eru viðskiptin með SR-mjöl árið 1993 og kaup hans á hlutabréfum í Íslandsbanka árið 2022. Í báðum tilfellum hefur Ríkisendurskoðun tekið söluna á eignunum til rannsóknar. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem helst var gagnrýndur fyrir söluna á SR-mjöli, segir að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér.
FréttirSalan á Íslandsbanka
3
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
Nöfn allra þeirra aðila sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í útboði íslenska ríkisins á bréfunum í lok mars hafa ekki enn komið fram. Í einhverjum tilfellum voru þeir aðilar sem seldu hlutabréfin í forsvari fyrir kaupin en á bak við þau eru aðrir aðilar.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
Eitt af því sem er til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands eru mögulegar lánveitingar frá söluaðilum hlutabréfanna í Íslandsbanka til kaupendanna. Einungis einn af íslensku söluaðilunum fimm svarar því til að hann hafi mögulega veitt lán fyrir hlutabréfunum. Forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, hefur sagt að í einhverjum tilfellum hafi verið lánað.
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
Bankasýslan fékk bara einn flugeld: „Þetta var miðlungs raketta“
Bankasýsla ríkisins vinnur nú að minnisblaði um þær gjafir sem starfsmenn stofnunarinnar þáðu í aðdraganda og í kjölfar útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, staðfestir að bara einn flugeldur hafi komið sem gjöf. Hann hafi verið „miðlungs“.
FréttirSalan á Íslandsbanka
6
„Fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sérfræðingar sem stjórnvöld treystu fyrir sölu ríkisins á hlutum sínum í Íslandsbanki hafi brugðist. Hann segist treysta fjármálaráðherra, Bjarna Bendiktssyni, en ekki Bankasýslu ríkisins. „Ég treysti Bjarna Benediktssyni,“ sagði hann.
FréttirSalan á Íslandsbanka
3
Bjarni segist ekki hafa verið vanhæfur til að selja pabba sínum Íslandsbankahlut
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist aldrei hafa hugað að vanhæfi sínu við sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þrátt fyrir að faðir hans væri meðal kaupenda. Á opnum fundi í fjárlaganefnd um söluna sagði hann lögskýringar um vanhæfi sitt samkvæmt stjórnsýslulögum fráleitar. „Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja upp er áróður,“ svaraði hann þingmanni Pírata.
FréttirSalan á Íslandsbanka
2
Lilja segir Bjarna og Katrínu líka hafa efast um Íslandsbankasöluna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir að samráðherrar hennar í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins hefðu, þau Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir hafi haft efasemdir um að selja hluti ríkisins í lokuðu útboði.
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
Bankasýslan útilokar ekki að borga seljendum Íslandsbankabréfa 263 milljónir í „valkvæða þóknun“
Í samningi Bankasýslu ríkisins við söluaðilana í útboðinu á hlutabréfum íslenska ríkisins í Íslandsbanka er ákvæði um að stofnunin geti ákveðið að greiða þessum fyrirtækjum aukaþóknun upp á 0,5 prósent. Þrátt fyrir umræðuna og gagnrýnina á söluna hefur Bankasýslan enn ekki útilokað að greiða þessum fyrirtækjum umrædda valkvæða þóknun.
FréttirSalan á Íslandsbanka
2
Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins setti fram gagnrýni á sölumeðferð hlutabréfa í Íslandsbanka. Gagnrýnin beindist að þeim bönkum og verðbréfafyrirtækjum sem seldu hlutabréfin þó enginn einn aðili hefði verið nefndur. Talsmenn þessara fyrirtækja kjósa að tjá sig ekki um hana utan einn, verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem undirstrikar að félagið hafi fylgt lögum og reglum í útboðinu. Seðlabankinn segist ætla að flýta rannsókninni á útboðinu.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Ráðuneyti Bjarna bendir á ábyrgð Bankasýslunnar sem heyrir undir hann sem ráðherra
Fjármála- og efnahagsráðuneytið benti ítrekað á Bankasýslu ríkisins þegar spurninga var spurt um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bankasýslan heyrir hins vegar undir ráðuneyti fjármála.
FréttirSalan á Íslandsbanka
6
„Bjarni verður að víkja“
Augljóst er að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur gerst sekur um annað af tvennu, vanhæfni eða lögbrot, segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. „Það er ekki hægt að selja pabba sínum hluta í ríkiseign og sitja svo bara áfram eins og ekkert hafi í skorist.“
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
Bankasýslan skoðar lagalega stöðu sína og heldur eftir söluþóknun
„Komi í ljós að einhverjir söluaðilar hafi ekki staðið undir því trausti sem Bankasýslan gerði til þeirra mun það hafa áhrif á söluþóknanir til þeirra,“ segir í tilkynningu stjórnar stofnunarinnar. Forstjóri hennar, Jón Gunnar Jónsson, sagði við Stundina í síðustu viku að nauðsynlegt væri að treysta fjármálastofnununum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.