Sádi-Arabía
Svæði
Þrælahald á 21. öldinni

Þrælahald á 21. öldinni

·

Erlent verkafólk er margfalt fjölmennara en innfæddir íbúar í sumum Persaflóaríkjum. Í Sádi-Arabíu var indónesísk kona, sem gegndi stöðu eins konar ambáttar, tekin af lífi fyrir morð á húsbóndanum, sem hún segir hafa beitt sig kynferðisofbeldi.

Gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja fyrir morð án dóms og laga

Gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja fyrir morð án dóms og laga

·

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi stjórnvöld í Filippseyjum harðlega í ræðu hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf á dögunum. Þá sagði hann íslensk stjórnvöld ákveðin í því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi.

Rætt við áberandi rasista: „Já! Þeir nauðga!“

Rætt við áberandi rasista: „Já! Þeir nauðga!“

·

Viðtal þar sem Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson ræðir við Margréti Friðriksdóttur, fyrrum prófkjörsframbjóðanda Sjálfstæðisflokksins og Örvar Harðarson, virkan meðlim Pírataspjallsins innihélt nokkrar áhugaverðar og vafasamar fullyrðingar.

Leyniskjal: Hagsmunamál Sádi-Arabíu að styrkja íslenska múslima

Leyniskjal: Hagsmunamál Sádi-Arabíu að styrkja íslenska múslima

·

Sádí-Arabía hugðist styrkja Félag múslima á Íslandi þar sem það taldi það vera sér í hag. Í leyniskjali sem Wikileaks hefur birt kemur fram að konungsríkið hefði ákveðið að styrkja Menningarsetur múslima til kaupa á Ýmishúsinu í upphafi árs 2013. Salmann Tamimi telur að Sádí-Arabía hafi viljað hafa áhrif á bæði félög múslima á Íslandi.

Ólafur Ragnar var „lamaður“ yfir yfirlýsingu sendiherra Sádí Arabíu

Ólafur Ragnar var „lamaður“ yfir yfirlýsingu sendiherra Sádí Arabíu

·

Forseti Íslands var „hissa og lamaður“ á fundi með sendiherra Sádí-Arabíu vegna orða hans um að ríkið myndi leggja milljón dollara í byggingu mosku á Íslandi.

Ungur prins ógnar jafnvægi Sádi-Arabíu

Ungur prins ógnar jafnvægi Sádi-Arabíu

·

Prinsinn Mohammed bin Salman er sonur nýs konungs Sádi-Arabíu og hefur á örskömmum tíma náð hæstu metorðum, þrátt fyrir litla menntun. Valdajafnvægi er að raskast innan konungdæmisins og völd safnast á færri hendur. Prinsinn stendur í stafni í stríði Sáda gegn Jemen og hefur undanfarið hitt bæði Hollande Frakklandsforseta og Obama Bandaríkjaforseta.

Ólafur Ragnar afneitar frásögn sádíska sendiherrans

Ólafur Ragnar afneitar frásögn sádíska sendiherrans

·

Stundin birtir svör forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson kannast ekki við að hafa lýst vilja til að heimsækja Sádi-Arabíu. Forsetaembættið hefur ekki kynnt sér efni sádísku sendiráðsskjalanna sem fjalla um samskipti við forsetann.

Íslenskir múslimar boðaðir á fund í sendiráði Sádi-Arabíu til að sameina þá undir „öfgahóp“

Íslenskir múslimar boðaðir á fund í sendiráði Sádi-Arabíu til að sameina þá undir „öfgahóp“

·

Í sádi-arabískum leyniskjölum kemur fram að Sádi-Arabía hafði afskipti af málefnum múslima á Íslandi. Salmann Tamimi var kallaður á fund í sendiráðinu með fulltrúa meints íslamsks öfgahóps. Síðar boðaði Sádi-Arabía milljón dollara styrk til byggingar mosku á Íslandi.

Leyniskjöl: Ólafur Ragnar hrósaði Sádi-Arabíu og vildi nánara samband

Leyniskjöl: Ólafur Ragnar hrósaði Sádi-Arabíu og vildi nánara samband

·

Sádi-arabísk leyniskjöl greina frá samskiptum forseta Íslands og sendiherra Sádi-Arabíu. Ólafur Ragnar Grímsson forseti er sagður hafa hrósað Sádi-Arabíu og farið fram á nánara samband þjóðanna. Síðar tilkynnti sendiherra um milljón dollara framlag til byggingar mosku eftir fund með Ólafi.

Arnþrúður á Útvarpi sögu klæddi sig í „búrku“: „Útvarpsmenn framtíðarinnar?“

Arnþrúður á Útvarpi sögu klæddi sig í „búrku“: „Útvarpsmenn framtíðarinnar?“

·

Útvarp Saga er sökuð um hatursáróður í athugasemdum við myndina

Ímam í Reykjavík neitar tengslum við Sádi Arabíu

Ímam í Reykjavík neitar tengslum við Sádi Arabíu

·

Ahmad Seddeeq segir félagið ekki hafa fengið fé frá konungsríkinu.