Símahlerunum og skyldum úrræðum hjá lögregluembættunum fjölgaði um 40 prósent milli áranna 2017 og 2018. Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum drógu svör í meira en ár.
Fréttir
Árétta að meint kynferðisbrot er nú til lögreglurannsóknar
Lögregla taldi ekki tilefni til að hefja rannsókn á meintri nauðgun þegar maður sagðist hafa sett lim í endaþarm sofandi 17 ára stúlku sem vildi ekki endaþarmsmök. Nú, fjórum árum síðar er málið til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi eftir að brotaþoli fékk upplýsingar um „játninguna“ og kærði manninn.
FréttirKynbundið ofbeldi
Stígamót: Réttarkerfið enn og aftur brugðist brotaþolum
Lögregla taldi ekki tilefni til að hefja rannsókn á meintri nauðgun þegar maður sagðist hafa sett lim í endaþarm sofandi 17 ára stúlku sem hann vissi að vildi ekki endaþarmsmök. Stígamót bregðast við fréttaflutningnum: „Ef samþykki er ekki fyrir hendi er um nauðgun að ræða.“
Fréttir
Hafði „endaþarmsmök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Lögregla og ríkissaksóknari töldu ekki tilefni til að rannsaka hvort nauðgun hefði átt sér stað þegar maður þröngvaði lim sínum í endaþarm 17 ára stúlku meðan hún svaf. Maðurinn, faðirinn í Hafnarfjarðarmálinu svokallaða, viðurkenndi verknaðinn í yfirheyrslu vegna annars máls og sagðist hafa vitað að stúlkan væri mótfallin endaþarmsmökum.
FréttirFlóttamenn
Vararíkissaksóknari amast við innflytjendum og spyr hvort þeim fylgi ofbeldi
Helgi Magnús Gunnarsson kvartar ítrekað undan innflytjendum, múslimum og hælisleitendum á Facebook og „lækar“ kynþáttahyggjuboðskap. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að siðareglur sem settar voru árið 2017 hafi „leiðbeiningargildi varðandi alla framgöngu ákærenda“.
FréttirStjórnsýsla
Ríkislögreglustjóri svarar: Ekki var talin ástæða til að víkja lögreglumanni sem var kærður fyrir barnaníð
Ríkislögreglustjóri hefur sent út yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar um hvar ábyrgðin hafi legið er kom að ákvörðunartöku um brottvísan lögreglumanns frá störfum sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn barni. Honum var aldrei vikið frá störfum, hvorki um stundarsakir né að fullu, og hefur ríkislögreglustjóri bent á ríkissaksóknara, sem aftur hefur bent á ríkislögreglustjóra.
FréttirSpilling
Tregða hjá ákæruvaldinu til að rannsaka spillingu ráðherra
GRECO telur að óljós mörk milli hlutverks almenna ákæruvaldsins og hins sérstaka ákæruvalds Alþingis gagnvart ráðherrum geti haft letjandi áhrif á saksóknaraembættin að því er varðar rannsóknir á spillingu æðstu valdhafa.
Fréttir
Mátti fræða flokksfélaga um málefni mótmælenda
„Fyrirlesturinn var af almennum toga,“ segir í niðurfellingarbréfi ríkissaksóknara sem hefur vísað frá kæru á hendur starfsmönnum lögreglunnar vegna vinnubragðanna sem viðhöfð voru við vinnslu, miðlun og birtingu skýrslu Geirs Jóns Þórissonar.
FréttirBúsáhaldaskýrslan
Kæru mótmælenda á hendur lögreglu vísað frá
Ríkissaksóknari mun ekki hefja opinbera rannsókn á vinnubrögðum lögreglu við vinnslu og miðlun skýrslu Geirs Jóns Þórissonar. Persónuvernd taldi persónuverndarlög brotin þegar bornar voru rangar sakir á nafngreinda einstaklinga og dylgjað um stjórnmálaskoðanir og geðheilsu mótmælenda.
FréttirFlóttamenn
Vararíkissaksóknari: „Væntanlega eru þessir menn múslímar“
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari lætur presta þjóðkirkjunnar heyra það á Facebook vegna framtaks Laugarneskirkju til stuðnings tveimur hælisleitendum frá Írak.
FréttirBúsáhaldaskýrslan
Mótmælendur sem brotið var á bíða enn úrlausnar
„Auðvitað ekkert skemmtilegt að vita til þess að lögreglan hafi um langa hríð fylgst ítarlega með mér, félögum mínum og samstarfsfólki,“ segir einn þeirra sem kærðu vinnubrögð lögreglunnar til ríkissaksóknara.
Fréttir
Gerandi gengur laus í langflestum tilkynntum barnaníðsmálum
Séu tölur um tilkynnt kynferðisbrotamál gegn börnum bornar saman við sakfellingarhlutfall ríkissaksóknara er ljóst að meðaltali er aðeins sakfellt í fimmtung slíkra mála.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.