
Útlendingastofnun kom í veg fyrir að Alþingi gæti veitt ríkisborgararétt
Útlendingastofnun skilaði þingnefnd ekki umsóknum fólks sem sótti um veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Umsóknarfrestur þar um rann út 1. október og stofnunin hefur því haft hátt í þrjá mánuði til að sinna skyldum sínum. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stofnunina brjóta lög. Óboðlegt sé að undirstofnun komi í veg fyrir að Alþingi sinni lagalegri skyldu sinni.