
Samherjamálið í Namibíu: Fékk greitt með 28 milljóna framkvæmdum við hús sitt
Einn af sakborningunum sex í Samherjamálinu í Namibíu, Ricardo Gustavo, fékk greitt fyrir þátttöku sína í viðskiptum namibísku ráðamannanna og Samherja með greiðslu á reikningum vegna framkvæmda við hús sitt. Gustavo reynir nú að losna úr fangelsi gegn trygggingu á meðan beðið er eftir að réttarhöld yfir sexmenningunum hefjist.