Kona í hjólastól þurfti að yfirgefa salinn áður en leiksýningu lauk
Fréttir

Kona í hjóla­stól þurfti að yf­ir­gefa sal­inn áð­ur en leik­sýn­ingu lauk

Skýr­ing­in sem starfs­fólk Borg­ar­leik­húss­ins fékk var að akst­ur stæði henni ekki til boða eft­ir klukk­an tíu á kvöld­in. Akst­ur­inn ekki á veg­um ferða­þjón­ustu fatl­aðra.
Lokað á allar greiðslur til þroskaskertrar konu: „Þetta er margfalt mannréttindabrot“
Fréttir

Lok­að á all­ar greiðsl­ur til þroska­skertr­ar konu: „Þetta er marg­falt mann­rétt­inda­brot“

Mar­grét Lísa fær ekki skip­að­an lög­ræð­is­mann og hef­ur því ekki að­gang að pen­ing­un­um sín­um. Hið op­in­bera brýt­ur mann­rétt­indi Mar­grét­ar Lísu, seg­ir fram­kvæmda­stýra Geð­hjálp­ar. Ekki megi týna ein­stak­ling­um í kerf­inu.
„Staða mála heyrnarlausra er bara til skammar og á ábyrgð stjórnvalda“
ÚttektACD-ríkisstjórnin

„Staða mála heyrn­ar­lausra er bara til skamm­ar og á ábyrgð stjórn­valda“

Fjöl­skyld­ur heyrn­ar­lausra barna hafa flutt úr landi vegna skorts á úr­ræð­um á Ís­landi. Móð­ir fjór­tán ára drengs, sem get­ur ekki tjáð sig í heil­um setn­ing­um, hræð­ist hvað tek­ur við hjá hon­um að grunn­skóla lokn­um. For­stöðu­mað­ur Sam­skiptamið­stöðv­ar heyrn­ar­lausra og heyrn­ar­skertra seg­ir að heyrn­ar­laus börn verði fyr­ir kerf­is­bund­inni mis­mun­un þar sem ís­lenska kerf­ið sé langt á eft­ir ná­granna­lönd­um okk­ar.
Fatlaður maður var vistaður í kvennafangelsi
Rannsókn

Fatl­að­ur mað­ur var vist­að­ur í kvennafang­elsi

Ólaf­ur Haf­steinn Ein­ars­son var, í lok ní­unda ára­tugs­ins, vist­að­ur í opnu kvennafang­elsi á Suð­ur­landi þar sem fang­ar sem höfðu með­al ann­ars fram­ið mann­dráp afplán­uðu dóma sína. Þar upp­lifði hann nið­ur­læg­ingu og harð­ræði, og leið eins og hann væri fangi. Ólafi leið svo illa að hann strauk úr fang­els­inu og gekk til Reykja­vík­ur, en hann er lög­blind­ur. Hann kall­ar eft­ir rann­sókn Al­þing­is á vistheim­il­um sem voru starf­rækt á þess­um tíma.
Þrjár rangfærslur Þorsteins Víglundssonar í embætti ráðherra
Fréttir

Þrjár rang­færsl­ur Þor­steins Víg­lunds­son­ar í embætti ráð­herra

Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hef­ur í þrígang síð­an í lok apríl ver­ið stað­inn að rang­færsl­um. Fyrst setti hann fram rang­ar töl­ur um út­gjöld Land­spít­al­ans í við­tali við Morg­un­blað­ið. Svo hélt Þor­steinn því rang­lega fram í tölvu­pósti til þing­manna og fram­kvæmda­stjóra Staðla­ráðs að stað­all ráðs­ins væri op­in­ber eign. Nú síð­ast fór Þor­steinn með rangt mál um kjör líf­eyr­is­þega. Í ekk­ert skipti hef­ur Þor­steinn leið­rétt sig eða beðist af­sök­un­ar á rang­herm­inu.
Þorsteinn aftur staðinn að rangfærslum – nú um málefni lífeyrisþega
Fréttir

Þor­steinn aft­ur stað­inn að rang­færsl­um – nú um mál­efni líf­eyr­is­þega

Í þing­ræðu sem Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, flutti boð­aði hann rúm­lega 33 pró­senta hækk­un á ör­orku­líf­eyri sem taka ætti gildi um næstu ára­mót. Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar nem­ur hækk­un­in hins veg­ar að­eins um 3,1 til 4,8 pró­sent­um.
Stjórnarliðar vilja fjölga öryrkjum á vinnumarkaði til að ná fram sparnaði
FréttirACD-ríkisstjórnin

Stjórn­ar­lið­ar vilja fjölga ör­yrkj­um á vinnu­mark­aði til að ná fram sparn­aði

Full­trú­ar Bjartr­ar fram­tíð­ar, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar í vel­ferð­ar­nefnd Al­þing­is vilja að fjár­laga­nefnd hugi sér­stak­lega að starfs­getumati. „Ljóst er að fjölg­un ör­yrkja á vinnu­mark­aði myndi leiða til minni út­gjalda.“
„Þetta er engin framtíð“
Úttekt

„Þetta er eng­in fram­tíð“

Christ­ina Atten­sper­ger fær ein­ung­is 44 pró­sent af full­um ör­orku­líf­eyri þrátt fyr­ir að hafa bú­ið á Ís­landi frá því hún var 25 ára göm­ul. Alls búa 1.719 líf­eyr­is­þeg­ar við bú­setu­skerð­ing­ar á Ís­landi og þar af eru 884 sem fá eng­ar greiðsl­ur frá öðru ríki. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ir ekki nauð­syn­legt að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­kerf­inu og seg­ir að horfa þurfi á fleiri þætti í vel­ferð­ar­kerf­inu okk­ar, svo sem fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga. Sú að­stoð er hins veg­ar ein­ung­is hugs­uð til skamms tíma, ólíkt ör­orku­líf­eyri.
Þeir verst settu borga þrefalt meira í tannlækningar en lög gera ráð fyrir
Fréttir

Þeir verst settu borga þre­falt meira í tann­lækn­ing­ar en lög gera ráð fyr­ir

Aldr­að­ir og ör­yrkj­ar borga miklu hærri tann­lækna­kostn­að en lög gera ráð fyr­ir. Tann­lækn­ar segja ör­yrkja sjald­séða í reglu­legu eft­ir­liti. Tekju­lág­ir Ís­lend­ing­ar sleppa tann­við­gerð­um mun oft­ar en tekju­lág­ir á öðr­um Norð­ur­lönd­um.
Missti lífsviljann eftir lömun en reis upp að nýju
FréttirFjallgöngur

Missti lífs­vilj­ann eft­ir löm­un en reis upp að nýju

Ólaf­ur Árna­son hef­ur þrisvar feng­ið heila­blóð­fall á 10 ár­um. Hann lam­að­ist að hluta og gat ekki geng­ið án hækju. Lífs­vilj­inn hvarf og hann var við það að gef­ast upp. Skynd­lega tók hann ákvörð­un um að snúa dæm­inu sér í hag.
Forréttindi og fordómar eru staðreyndir
Freyja Haraldsdóttir
Pistill

Freyja Haraldsdóttir

For­rétt­indi og for­dóm­ar eru stað­reynd­ir

„Ég er svo feg­in þeg­ar ég sé að fólk verð­ur reitt, þeg­ar fólk tek­ur hluti al­var­lega,“ seg­ir Freyja Har­alds­dótt­ir, um for­rétt­indi og for­dóma. Í kjöl­far um­mæla sem fjöl­miðla­mað­ur­inn Sindri Sindra­son lét falla í frétta­tíma Stöðv­ar 2 um að hann gæti ekki ver­ið í for­rétt­inda­stöðu því hann til­heyrði mörg­um minni­hluta­hóp­um hef­ur mik­il um­ræða skap­ast í kring­um for­rétt­indi. Freyja er talskona femín­ísku fötl­un­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar Tabú og seg­ir frá því hvernig hún tel­ur að marg­ir séu að mis­skilja þetta hug­tak, og hversu mik­il­vægt hún tel­ur að jað­ar­sett­ir hóp­ar sýni að þeim stend­ur ekki á sama þeg­ar reynslu­heim­ur þeirra er rengd­ur.
Öryrki neyðist til að sofa í bílnum sínum
Viðtal

Ör­yrki neyð­ist til að sofa í bíln­um sín­um

Leigu­verð í Reykja­vík hef­ur hækk­að um helm­ing á sama tíma og kaup­mátt­ur ör­yrkja hef­ur auk­ist um 1 pró­sent. Linda Krist­ín Fjöln­is­dótt­ir hef­ur misst hús­næði sitt og er kom­in í bíl­inn. Hún lýs­ir vanda þess að lifa á ör­orku­bót­um.