
Dýralæknirinn sem keypti kaupfélag
Ólafur Valsson dýralæknir hefur um árabil búið og starfað víða um heim. Hann bjó í Rúanda í tvö ár og kynntist þar rekstri þjóðgarða. Nú hafa hann og kona hans, Sif Konráðsdóttir, lögmaður og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, söðlað um og eru sest að í Norðurfirði á Ströndum, einni afskekktustu byggð Íslands.