Hátterni Illuga brýtur gegn óstaðfestum siðareglum
Ríkisstjórnin hefur ekki staðfest siðareglur um störf ráðherra. Ef hún hefði gert það væri ljóst að Illugi Gunnarsson hefði brotið þær. Jón Ólafsson segir alvarlegt að Bjarni Benediktsson virðist ekki hafa áttað sig á því um hvað Orku Energy málið snýst.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi neitar að gefa upp hvort fyrirtæki hans fékk greiðslu frá Orku Energy
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist hafa svarað öllu í Orku Energy málinu þrátt fyrir að hann hafi ekki svarað mörgum spurningum fjölmiðla um málið. Hann segist persónulega ekki hafa fengið greitt meira frá Orku Energy en vill ekki ræða 1,2 milljóna greiðsluna til eignarhaldsfélags síns.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Fékk 1,2 milljónir frá Orku Energy 2012
OG Capital fékk greiðslu frá Orku Energy árið 2012. Illugi Gunnarsson hefur sagt að „megin hluti“ vinnu hans fyrir Orku Energy hafi farið fram árið 2011. Illugi hefur sagt að hann hafi ekkert unnið fyrir Orku Energy eftir að hann settist aftur á þing í október 2011. Illugi hefur jafnframt sagt að hann hafi ekki fengið frekari þóknanir frá Orku Energy en 5,6 milljóna launagreiðsluna sem verið hefur til umræðu síðustu daga.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Spurningar sem Illugi hefur ekki svarað: Óútskýrðar greiðslur til fyrirtækis hans
Ráðgjafafyrirtæki Illuga Gunnarssonar var með 1.700 þúsund króna tekjur árið 2011 og greiddi út laun fyrir tæplega 1300 þúsund. Illugi hefur sagt að hann hafi bara fengið greitt persónulega frá Orku Energy, 5.6 milljónir króna. Inni í ráðgjafafyrirtækinu er auk þess rekstrarkostnaður upp á tæpa milljón.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Hvað gerði Illugi fyrir Orku Energy?
Fyrirtækið sem Illugi Gunnarsson vann hjá var stofnað í ágúst 2011. Illugi settist aftur á þing í október 2011. Í ágúst 2011 var Orka Energy að ganga frá kaupum á eignum Orkuveitu Reykavíkur og Geysis Green Energy í Kína. Illugi hefur sagt að hann hafi ekki fengið meira greitt frá Orku Energy.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.