Aðili

OG Capital

Greinar

Hátterni Illuga brýtur gegn óstaðfestum siðareglum
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Hátt­erni Ill­uga brýt­ur gegn óstað­fest­um siða­regl­um

Rík­is­stjórn­in hef­ur ekki stað­fest siða­regl­ur um störf ráð­herra. Ef hún hefði gert það væri ljóst að Ill­ugi Gunn­ars­son hefði brot­ið þær. Jón Ólafs­son seg­ir al­var­legt að Bjarni Bene­dikts­son virð­ist ekki hafa átt­að sig á því um hvað Orku Energy mál­ið snýst.
Illugi neitar að gefa upp hvort fyrirtæki hans fékk greiðslu frá Orku Energy
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ill­ugi neit­ar að gefa upp hvort fyr­ir­tæki hans fékk greiðslu frá Orku Energy

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra seg­ist hafa svar­að öllu í Orku Energy mál­inu þrátt fyr­ir að hann hafi ekki svar­að mörg­um spurn­ing­um fjöl­miðla um mál­ið. Hann seg­ist per­sónu­lega ekki hafa feng­ið greitt meira frá Orku Energy en vill ekki ræða 1,2 millj­óna greiðsl­una til eign­ar­halds­fé­lags síns.
Fékk 1,2 milljónir frá Orku Energy 2012
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Fékk 1,2 millj­ón­ir frá Orku Energy 2012

OG Capital fékk greiðslu frá Orku Energy ár­ið 2012. Ill­ugi Gunn­ars­son hef­ur sagt að „meg­in hluti“ vinnu hans fyr­ir Orku Energy hafi far­ið fram ár­ið 2011. Ill­ugi hef­ur sagt að hann hafi ekk­ert unn­ið fyr­ir Orku Energy eft­ir að hann sett­ist aft­ur á þing í októ­ber 2011. Ill­ugi hef­ur jafn­framt sagt að hann hafi ekki feng­ið frek­ari þókn­an­ir frá Orku Energy en 5,6 millj­óna launa­greiðsl­una sem ver­ið hef­ur til um­ræðu síð­ustu daga.
Spurningar sem Illugi hefur ekki svarað: Óútskýrðar greiðslur til fyrirtækis hans
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Spurn­ing­ar sem Ill­ugi hef­ur ekki svar­að: Óút­skýrð­ar greiðsl­ur til fyr­ir­tæk­is hans

Ráð­gjafa­fyr­ir­tæki Ill­uga Gunn­ars­son­ar var með 1.700 þús­und króna tekj­ur ár­ið 2011 og greiddi út laun fyr­ir tæp­lega 1300 þús­und. Ill­ugi hef­ur sagt að hann hafi bara feng­ið greitt per­sónu­lega frá Orku Energy, 5.6 millj­ón­ir króna. Inni í ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu er auk þess rekstr­ar­kostn­að­ur upp á tæpa millj­ón.
Hvað gerði Illugi fyrir Orku Energy?
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Hvað gerði Ill­ugi fyr­ir Orku Energy?

Fyr­ir­tæk­ið sem Ill­ugi Gunn­ars­son vann hjá var stofn­að í ág­úst 2011. Ill­ugi sett­ist aft­ur á þing í októ­ber 2011. Í ág­úst 2011 var Orka Energy að ganga frá kaup­um á eign­um Orku­veitu Reyka­vík­ur og Geys­is Green Energy í Kína. Ill­ugi hef­ur sagt að hann hafi ekki feng­ið meira greitt frá Orku Energy.