Aflýsingarmenningin vekur spurningar um eftirlitssamfélag, sannleikann, frelsi, vald og ófullkomleika.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Skólastjórnendur trúðu ekki frásögn stúlku af ofbeldi á Laugalandi
Stúlka sem vistuð var á Laugalandi trúði skólasystur sinni í Hrafnagilsskóla fyrir því að hún væri beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu og sýndi henni áverka á líkama sínum. Skólastjórnendur vísuðu frásögn þar um á bug með þeim orðum að stúlkurnar á Laugalandi væru vandræðaunglingar sem ekki ætti að trúa. Fyrrverandi skólastjóri segir að í dag myndi hann tengja þær aðferðir sem beitt var á meðferðarheimilinu við ofbeldi.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Varð að gefa frá sér barnið sitt eftir vistina á Laugalandi
„Ég upplifði eins og þau væru búin að ræna þeim báðum,“ segir móðir konu sem eignaðist dreng aðeins fimmtán ára á meðferðarheimilinu Laugalandi. Konan var vistuð á meðferðarheimilinu í eitt og hálft ár með ungbarnið.
FréttirLaugaland/Varpholt
Félagsmálaráðuneytið brýtur upplýsingalög í Laugalandsmálinu
Félagsmálaráðuneytið svarar ekki bréfum kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi né heldur erindi lögmanns kvennanna. Lögbundinn frestur til að svara erindunum er útrunninn. Þrátt fyrir loforð þar um hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ekki boðið konunum til fundar að nýju.
Fréttir
Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota
Mun fleiri ofbeldisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í mars en að meðaltali síðustu mánuði. Tilkynningar um heimilisofbeldi eru 28 prósent fleiri fyrstu þrjá mánuuði ársins en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár. Fjöldi fíkniefnabrota hefur rokið upp.
FréttirLaugaland/Varpholt
Konurnar af Laugalandi óska eftir fundi með forsætisráðherra
Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla óska konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi eftir því að ríkisstjórnin framfylgi eigin samþykkt um að rannsakað verði af fullri alvöru hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi og illri meðferð þar.
FréttirLaugaland/Varpholt
Stúlkurnar af Laugalandi segja Ásmund Einar hunsa sig
Konur sem lýst hafa því að hafa verið beittar ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi hafa ekki fengið svar við tölvupósti sem var sendur Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra fyrir átján dögum síðan „Það átti greinilega aldrei að fara fram nein alvöru rannsókn,“ segir Gígja Skúladóttir.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Greindi Braga frá ofbeldinu en hann gerði ekkert með það
María Ás Birgisdóttir lýsir því að hún hafi verið beitt illri meðferð og andlegu ofbeldi af Ingjaldi Arnþórssyni þegar hún var vistuð á meðferðarheimlinu Laugalandi. Hún greindi þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandssyni, frá ofbeldinu en hann bar lýsingu hennar í Ingjald sem hellti sér yfir hana fyrir vikið. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda brugðust ekki við ítrekuðum upplýsingum Maríu um ástandið á Laugalandi.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ásmundur Einar mun hvetja til að rannsókn á Laugalandsmáli verði hraðað
Tryggt verður að fjárskortur standi því ekki fyrir þrifum að hægt verði að rannsaka hvort stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og ofbeldi, segir félagsmálaráðherra.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands ekki í forgangi og langt í niðurstöðu
Rannsókn á því hvort stúlkur hafi verið beittar illri meðferð og ofbeldi á meðferðarheimilinu er enn á undirbúningsstigi hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Vinna á rannsóknina meðfram daglegum verkefnum „og því ljóst að niðurstaðna er ekki að vænta á næstunni,“ segir í svari við fyrirspurn Stundarinnar.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á meðferðarheimilinu Laugalandi ekki enn hafin
Mánuður er liðinn síðan Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar var falið að rannsaka hvort stúlkur á Laugalandi hefðu verið beittar harðræði eða ofbeldi. Settur forstjóri hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar og forstjóri Barnaverndarstofu vill ekki veita viðtal.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Forstjóri Barnaverndarstofu beitti sér hart til varnar Ingjaldi
Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, lagðist þungt á ritstjóra og blaðamann DV vegna umfjöllunar um meint ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnþórssonar, þáverandi forstöðumanns meðferðarheimilisins á Laugalandi. Þá beitti Bragi sér fyrir því að félagsmálaráðuneytið kannaði ekki ásakanir á hendur Ingjaldi og mælti með að ráðherra tjáði sig ekki um málið.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.