Íslensk stjórnmálamenning rakst á við norræna þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stöðvaði ráðningu á íslenskum hagfræðingi vegna pólitískra skoðana. Sjálfur fékk hann harðasta stuðningsmann flokksins síns til að skrifa skýrslu á kostnað skattgreiðenda um orsakir mesta efnahagslega áfalls Íslendinga á síðustu áratugumn.
FréttirCovid-19
Þorgerður Katrín segir efnahagspakka ríkisstjórnarinnar sýna andvaraleysi
Formaður Viðreisnar segir nágrannalöndin ganga miklu lengra en Ísland hvað varðar innspýtingu í efnahagslífið. Skortur á aðgerðum muni leiða til dýpri kreppu en ella.
FréttirCovid-19
Finnar opna birgðageymslurnar í fyrsta sinn
Þeir voru sagðir gamaldags og ofsóknaróðir en búa nú að því að eiga umtalsverðar birgðir andlitsgríma, lyfja og lækningatækja. Finnar hafa haldið áfram að safna í neyðarbirgðageymslur sínar, nokkuð sem flestar þjóðir hættu að gera þegar kalda stríðið leið undir lok.
Fréttir
Silja Dögg hefur áhyggjur af framferði pólskra stjórnvalda
Forseti Norðurlandaráðs segir aðgerðir yfirvalda í Póllandi á skjön við hugsjónir norrænna stjórnmálamanna. Valdhafar breyti dómskerfinu, skipti sér af starfi fjölmiðla og séu fordómafullir í garð hinsegin fólks.
Fréttir
Hinar funheitu norðurslóðir
Eru norðurslóðir hið nýja villta vestur þar sem allir mega leika lausum hala? Slíkar fullyrðingar voru til umræðu á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsø í Noregi í byrjun febrúar. Ina Eiriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, hafnar slíkum fullyrðingum, en áhugi Kínverja, sem ekkert land eiga á þessum slóðum, hefur vakið margar spurningar.
Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona sagði rithöfundinn Jonas Eika hafa misnotað aðstöðu sína þegar hann gagnrýndi danska forsætisráðherrann við afhendingu bókmenntaverðlauna Noðurlandaráðs. Eika stendur við gagnrýni sína og hafnar orðum Silju Daggar.
FréttirLoftslagsbreytingar
Íslendingar mótmæli olíuvinnslu Norðmanna
Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson bendir á tvíræðni í umhverfisboðskap Norðurlandaþjóðanna og spyr hvort Íslendingar hafi pólitískt þor til að beita sér í málaflokknum.
Fréttir
Oddný stakk upp á að Danir skildu bílinn oftar eftir heima
Oddný Harðardóttir og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, voru ósammála um áherslur í samgöngumálum á þingi Norðurlandaráðs í dag.
ViðtalFjármálamarkaðurinn á Íslandi
Kapítalisminn á breytingaskeiði
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í viðskiptafræði og fulltrúi í fjármálaráði, segir að líta verði til samfélags- og umhverfissjónarmiða í rekstri fyrirtækja og fjármálastofnana. Hann telur að reyna muni á Ísland vegna alþjóðlegrar efnahagsþróunar en að þjóðin hafi tækifæri til að innleiða nýjar hugmyndir.
FréttirHrunið
Örlög Íslands réðust á fundi bankastjóra heima hjá Davíð Oddssyni
Seðlabankinn hefði getað afstýrt stofnun Icesave reikninganna þegar bankastjórar Landsbankans, Glitnis og Kaupþings funduðu með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra á heimili hans vorið 2006. Koma hefði mátt í veg fyrir hrunið að mati arftaka Davíðs í embætti og norrænna seðlabankastjóra.
FréttirHrunið
Braut siðareglur til að tryggja gjaldeyrissamning við Kína
Svein Harald Øygard, fyrrum seðlabankastjóri Íslands, segir Svía hafa lagst gegn lánveitingum til Íslands í kjölfar hruns. Hann hafi bankað upp á hjá kínverska seðlabankastjóranum til að fá gjaldeyrisskiptasamning, að því sem kemur fram í nýrri bók hans.
Fréttir
Almannahagsmunir krefjast umfjöllunar um rasista og öfgahópa
Fjölmiðlar geta ekki hunsað starfsemi nýnasista, að mati Jonathan Leman, sérfræðings hjá Expo. Hvorki ætti að ýkja né draga úr hættu hægri öfgahópa, en nöfn forsprakka eiga erindi við almenning.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.