Þegar þeir Bjarki Þór Valdimarsson og Anton Levchenko uppgötvuðu sameiginlega ástríðu sína fyrir mat varð ekki aftur snúið, en þeir halda nú úti síðunni Matarmenn þar sem þeir deila uppskriftum og góðum ráðum með fylgjendum sínum.
FréttirLoftslagsbreytingar
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæðu hjá hinu opinbera, þar sem dýraeldi orsakar stóran hluta losunar gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði.
Vettvangur
Velskur héri og franskar með öllu
Ævintýraferð um enska matargerðarlist. Djúpsteikt allt og Snickers sem áður hét Marathon.
Þekking
Náttúruleg leið til að losna við arsen
Kínverskur burkni gæti geymt lykilinn að því að draga úr arsenmengun í nytjaplöntum
Menning
Götubitahátíð og keppni um besta götubitann
Götumatur, eða street food, er órjúfanlegfur hluti af matarmenningu margra og ólíkra þjóða. Slíkar kræsingar hafa átt miklum vinsældum að fagna á Íslandi á síðustu árum. Námskeið þar sem listin að elda góðan götubita fyllast, hér hafa sprottið upp mathallir sem bjóða upp á framandi mat og í sumar verður víða blásið til að minnsta kosti tveggja götubitahátíða.
Sagnfræðingurinn og matgæðingurinn Sólveig Ólafsdóttir var fimmtán ára þegar mamma hennar lést. Með henni allar hennar ómótstæðilegu uppskriftir sem hún geymdi í höfði sér. Síðan þá hefur Sólveig sjálf leitast við að skrifa niður uppskriftirnar sem verða til í hennar höfði og hugleiðingar þeim tengdar.
Uppskrift
Eldar hollan mat sem börnin elska
Heilnæmar og hollar matarvenjur barna standa nærri hjarta Magneu Guðnýjar Ferdinandsdóttur, sem fyrir fjórtán árum fann ástríðu sinni farveg í starfi þegar hún réð sig sem matráð á Leikskólanum Reynisholti. Þar töfrar hún fram hina ýmsu grænmetisrétti og hreina fæðu sem falla vel í kramið hjá börnunum. Hún hefur helgað sig næringu ungra barna og segir aldrei of seint að breyta matarvenjum barna til góðs.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Öðlast ró við eldamennsku
Matti á Rás 2 stefndi að því að læra kokkinn á sínum tíma þó ekki hafi orðið af því. Hann slappar af við að elda og best finnst honum þegar sem flest er í gangi. Finnst skemmtilegra að elda grænmeti en kjöt.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Hnýta flugur á meðan beðið er eftir matnum
Hringur Hilmarsson landvörður hefur haldið matarboð reglulega með vinum sínum allt frá því að þeir voru saman í menntaskóla. Hann endar sjálfur oftast í eldhúsinu, hvort sem matseldin er á hans ábyrgð eða ekki. Hringur segir að það sé mikilvægt að gefa sér tíma í eldhúsinu og nostra við eldamennskuna.
FréttirLaxeldi
Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum
Tokyo-sushi selur bara lax úr landeldi Samherja. Hættir að bjóða upp á lax úr sjókvíaeldi. Eigandinn, Andrey Rudkov, segist hafa viljað koma til móts við þá neytendur sem vilja ekki borða eldislax úr sjókvíaeldi.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Algjör lúxus að vera vegan í dag
Sunna Ben neyddist til að læra að elda eftir að hún missti alla lyst á dýraafurðum og varð vegan. Framboðið af vegan mat var þá miklu takmarkaðra en það er í dag. Í dag segir Sunna að það sé í raun lúxus að vera vegan, það sé alltaf að aukast framboð og úrvalið af vegan mat og hráefni sé alveg fullt.
Viðtal
Leitin að draumakartöflunni
Þær eru bleikar, dökkrauðar, bláar, fjólubláar, svarbláar og jafnvel gular, kartöflurnar sem koma upp úr beðunum hjá Dagnýju Hermannsdóttur. Hún ræktar þær af fræi, sem gerir það að verkum að útkoman getur orðið óvænt og oft mjög skrautleg.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.