
Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, hefur tvívegis keypt ríkiseignir á undirverði í einkavæðingarferli. Þetta eru viðskiptin með SR-mjöl árið 1993 og kaup hans á hlutabréfum í Íslandsbanka árið 2022. Í báðum tilfellum hefur Ríkisendurskoðun tekið söluna á eignunum til rannsóknar. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem helst var gagnrýndur fyrir söluna á SR-mjöli, segir að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér.