
Aldraðir mótmæla opnun mötuneytis og óttast Covid-19 smit
Íbúar á öldrunaheimilinu Seljahlíð eru mjög ósáttir við fyrirhugaða opnun mötuneytis þar fyrir fólk utan heimilisins. Þau telja að með því sé verið að setja þau í hættu. Forstöðukona segir að um nauðsynlega þjónustu sé að ræða fyrir skjólstæðinga Seljahlíðar.