Flokkur

Lyfjaframleiðsla

Greinar

Lífeyrissjóður harmar ábyrgð sína á ópíóðafaraldri
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Líf­eyr­is­sjóð­ur harm­ar ábyrgð sína á ópíóðafar­aldri

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir sem fjár­festu í Acta­vis þeg­ar fyr­ir­tæk­ið var stór­tækt á ópíóða­mark­að­in­um í Banda­ríkj­un­um segj­ast ekki hafa vit­að um skað­semi og vill­andi mark­aðs­setn­ingu morfín­lyfj­anna. Ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir högn­uð­ust um 27 millj­arða þeg­ar þeir seldu fjár­fest­ing­ar­fé­lagi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar hluta­bréf í Acta­vis ár­ið 2007, eft­ir að fyr­ir­tæk­ið var far­ið að selja morfín­lyf í stór­um stíl.
Sif var háð OxyContin í tvö og hálft ár: „Ég tók þetta á hverjum einasta degi“
FréttirStórveldi sársaukans

Sif var háð OxyCont­in í tvö og hálft ár: „Ég tók þetta á hverj­um ein­asta degi“

Sif Sig­urð­ar­dótt­ir fjöl­miðla­fræð­ing­ur not­aði OxyCont­in við bak­verkj­um á ár­un­um 2009 til 2012. Lækn­ir­inn henn­ar ávís­aði lyfj­un­um til henn­ar og leið henni illa ef hún tók ekki skammt­inn sinn og fékk þá frá­hvarf­s­ein­kenni. Sif er gott dæmi um hvernig við­horf til OxyCont­in-ávís­ana hef­ur breyst.
Svona græddi Actavis á ópíóðafaraldrinum
ÚttektStórveldi sársaukans

Svona græddi Acta­vis á ópíóðafar­aldr­in­um

Acta­vis seldi 32 millj­arða taflna af morfín­lyfj­um í Banda­ríkj­un­um 2006 til 2012, og var næst­stærsti selj­andi slíkra lyfja á með­an notk­un slíkra lyfja varð að far­aldri í land­inu. Fyr­ir­tæk­inu var stýrt af Ró­berti Wessman hluta tím­ans og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar all­an tím­ann. Acta­vis hef­ur nú sam­þykkt að greiða skaða­bæt­ur vegna ábyrgð­ar sinn­ar á morfín­far­aldr­in­um í Banda­ríkj­un­um en fyrr­ver­andi stjórn­end­ur fé­lags­ins við­ur­kenna ekki ábyrgð á þætti Acta­vis.
Leyndarmál Róberts Wessman og lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni
Úttekt

Leynd­ar­mál Ró­berts Wessman og lyfja­verk­smiðj­an í Vatns­mýr­inni

Fjár­fest­ir­inn Ró­bert Wessman, stofn­andi Al­vo­gen og Al­votech, boð­ar að fyr­ir­tæki hans geti skap­að um 20 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu Ís­lands inn­an nokk­urra ára. Al­votech rek­ur lyfja­verk­smiðju á há­skóla­svæð­inu sem er und­ir­fjármögnð og hef­ur Ró­bert reynt að fá líf­eyr­is­sjóð­ina að rekstri henn­ar í mörg ár en án ár­ang­urs hing­að til. Rekstr­ar­kostn­að­ur Al­votech er um 1,3 millj­arð­ar á mán­uði. Sam­tím­is hef­ur Ró­bert stund­að það að kaupa um­fjall­an­ir um sig í er­lend­um fjöl­miðl­um og Har­vard-há­skóla til að styrkja ímynd sína og Al­vo­gen og Al­votech til að auka lík­urn­ar á því að fyr­ir­ætlan­ir hans er­lend­is og í Vatns­mýr­inni gangi upp.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu