Lífeyrissjóður harmar ábyrgð sína á ópíóðafaraldri
Lífeyrissjóðirnir sem fjárfestu í Actavis þegar fyrirtækið var stórtækt á ópíóðamarkaðinum í Bandaríkjunum segjast ekki hafa vitað um skaðsemi og villandi markaðssetningu morfínlyfjanna. Íslenskir lífeyrissjóðir högnuðust um 27 milljarða þegar þeir seldu fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar hlutabréf í Actavis árið 2007, eftir að fyrirtækið var farið að selja morfínlyf í stórum stíl.
FréttirStórveldi sársaukans
Sif var háð OxyContin í tvö og hálft ár: „Ég tók þetta á hverjum einasta degi“
Sif Sigurðardóttir fjölmiðlafræðingur notaði OxyContin við bakverkjum á árunum 2009 til 2012. Læknirinn hennar ávísaði lyfjunum til hennar og leið henni illa ef hún tók ekki skammtinn sinn og fékk þá fráhvarfseinkenni. Sif er gott dæmi um hvernig viðhorf til OxyContin-ávísana hefur breyst.
ÚttektStórveldi sársaukans
4
Svona græddi Actavis á ópíóðafaraldrinum
Actavis seldi 32 milljarða taflna af morfínlyfjum í Bandaríkjunum 2006 til 2012, og var næststærsti seljandi slíkra lyfja á meðan notkun slíkra lyfja varð að faraldri í landinu. Fyrirtækinu var stýrt af Róberti Wessman hluta tímans og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar allan tímann. Actavis hefur nú samþykkt að greiða skaðabætur vegna ábyrgðar sinnar á morfínfaraldrinum í Bandaríkjunum en fyrrverandi stjórnendur félagsins viðurkenna ekki ábyrgð á þætti Actavis.
Úttekt
Leyndarmál Róberts Wessman og lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni
Fjárfestirinn Róbert Wessman, stofnandi Alvogen og Alvotech, boðar að fyrirtæki hans geti skapað um 20 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands innan nokkurra ára. Alvotech rekur lyfjaverksmiðju á háskólasvæðinu sem er undirfjármögnð og hefur Róbert reynt að fá lífeyrissjóðina að rekstri hennar í mörg ár en án árangurs hingað til. Rekstrarkostnaður Alvotech er um 1,3 milljarðar á mánuði. Samtímis hefur Róbert stundað það að kaupa umfjallanir um sig í erlendum fjölmiðlum og Harvard-háskóla til að styrkja ímynd sína og Alvogen og Alvotech til að auka líkurnar á því að fyrirætlanir hans erlendis og í Vatnsmýrinni gangi upp.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.