Magnús flutti félag úr skattaskjólinu Panama til Lúxemborgar
Fjárfestirinn Magnús Ármann, sem var einn umsvifamesti íslenski athafnamaðurinn í Panamaskjölunum, flutti eignarhaldsfélag sitt úr skattaskjólinu Panama til Lúxemborgar árið 2016. Hann breytti um nafn á félaginu.
Úttekt
Leyndarmál Róberts Wessman og lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni
Fjárfestirinn Róbert Wessman, stofnandi Alvogen og Alvotech, boðar að fyrirtæki hans geti skapað um 20 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands innan nokkurra ára. Alvotech rekur lyfjaverksmiðju á háskólasvæðinu sem er undirfjármögnð og hefur Róbert reynt að fá lífeyrissjóðina að rekstri hennar í mörg ár en án árangurs hingað til. Rekstrarkostnaður Alvotech er um 1,3 milljarðar á mánuði. Samtímis hefur Róbert stundað það að kaupa umfjallanir um sig í erlendum fjölmiðlum og Harvard-háskóla til að styrkja ímynd sína og Alvogen og Alvotech til að auka líkurnar á því að fyrirætlanir hans erlendis og í Vatnsmýrinni gangi upp.
FréttirHlutabótaleiðin
66 gráður norður notar hlutabótaleiðina: Eignarhaldið í gegnum skattaskjól
Fataframleiðandinn 66 gráður norður notar hlutabótaleiðina til að bregðast við neikvæðum aflleiðingum COVID-19. Eignarhald félagsins er í gegnum Lúxemborg, Holland og Hong Kong þar sem skattahagræði er verulegt.
Fréttir
Á lokametrunum að slíta leynisjóði Hreiðars Más
Sjóðstýringarfyrirtækið Stefnir vissi ekki að eiginkona Hreiðars Más Sigurjónssonar, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, væri endanlegur eigandi sjóðs sem skráður er hjá fyrirtækinu.
FréttirHáskólamál
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
Ekki liggur endanlega fyrir hvaða starfsemi verður í Grósku hugmyndahúsi annað en að tölvuleikjafyrirtækið CCP verður þar til húsa. Byggingin er í eigu félaga Björgólfs Thors Björgólfssonar og viðskiptafélaga hans sem eru í Lúxemborg. Vísindagarðar Háskóla Íslands eiga lóðina en ráða engu um hvað verður í húsinu.
FréttirAuðmenn
Jarðir Ratcliffe keyptar á 2,2 milljarða hið minnsta
Breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hefur lánað eigin félagi til jarða- og veiðiréttindakaupa á Íslandi sem hann hyggst ekki fá endurgreitt. Undanfarið ár hefur hann bætt við sig jörðum, sem sumar voru áður í eigu viðskiptafélaga. Frumvarp er í bígerð til að þrengja skilyrði til jarðakaupa.
Fréttir
Björgólfur um ákæruna í Frakklandi: „Ég bara vissi ekki að þetta væri komið“
Björgólfur Guðmundsson segist ekki hafa vitað af því að ákæra sem hann sætir í Frakklandi fyrir svik gegn eldri borgurum í gegnum Landsbankann í Lúxemborg fyrir hrun væri komin fram. „Ég ætla að fá að hugsa þetta.“
Fréttir
Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi
Saksóknarar segja Björgólf Guðmundsson og Landsbankann í Lúxemborg hafa rekið Ponzi-svindl gagnvart eldri borgurum fyrir hrun. Farið er fram á hámarksrefsingu gagnvart Björgólfi fyrir áfrýjunardómstóli í París, samkvæmt gögnum málsins sem Stundin hefur undir höndum.
FréttirPanamaskjölin
Einn stærsti hluthafi Kviku og Kaldalóns í skattaskjólinu Guernsey
Sigurður Bollason fjárfestir notar félag í skattaskjólinu Guernsey til að stunda viðskipti með hlutabréf Kviku og í fasteignum á Íslandi. Var einn stærsti notandi skattaskjólsfélaga í Panamaskjölunum.
FréttirSkattamál
Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
Ein stærsta skattalagabrotaannsókn Íslandssögunnar. Systkinin í Sjólaskipum seldu útgerð í Afríku í gegnum skattaskjól. Komu eignunum til Evrópu í gegnum Lúxemborg.
Fréttir
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
Eignarhald eiginkonu Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, á sjóði sem fjárfesti í íslenskri ferðaþjónustu hefur farið leynt í átta ár. Málið sýnir hversu auðvelt getur verið fyrir erlenda lögaðila að stunda fjárfestingar á Íslandi, án þess að fyrir liggi um hverja ræðir.
FréttirLaxeldi
Fiskisund selur í Arnarlaxi fyrir 1700 milljónir
Tryggingamiðstöðin og Fiskisund eru seljendur hlutabréfanna í Arnarlaxi. Með viðskiptunum lýkur aðkomu Fiskisunds að íslensku laxeldi en félagið hefur hagnast vel á hlutabréfum með íslensk laxeldisfyrirtæki.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.