Símahlerunum og skyldum úrræðum hjá lögregluembættunum fjölgaði um 40 prósent milli áranna 2017 og 2018. Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum drógu svör í meira en ár.
Fréttir
Öllum gögnum í máli Roberts Downey eytt árið 2015
Mál Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey er nú í óvissu eftir að henni var tilkynnt að öllum gögnum, í málinu sem leiddi til fangelsisdóms yfir Roberti árið 2009, hefur verið eytt. Lögmaður Önnu Katrínar mun krefjast skýringa á því hvers vegna gögnunum var eytt og hvaða heimildir liggja að baki.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Vinnuslys, mengun, undirboð og bágar vinnuaðstæður hjá United Silicon
Starfsmenn United Silicon kvarta undan bágum vinnuaðstæðum en einn þeirra fékk rafstuð í gær og þurfti að leita aðhlynningar á sjúkrahús. Stundin hefur undir höndum myndskeið úr verksmiðjunni sem sýnir mistök og mikla mengun.
Fréttir
Reynt verði að flytja börnin fyrirvaralaust úr landi
Lögreglan skipuleggur fyrirvaralausan brottflutning fjölskyldu, meðal annars hinnar sex mánaða gömlu Jónínu og hins tveggja ára gamla Hanif, sem fæddust á Íslandi, eftir að þau sluppu við brottvísun aðfaranótt miðvikudags. Bæði börnin fæddust hér á landi.
FréttirVélhjólagengi
Meðlimir í stuðningsklúbbi Bandidos stöðvaðir í Leifsstöð
Klúbburinn Bad Breed MC stefnir á að gerast fullgildur meðlimur í hinum alræmdu vélhjólasamtökum Bandidos. Bad Breed teygir sig frá Svíþjóð til Íslands en sænskum meðlimum klúbbsins var meinað að koma til landsins á föstudaginn.
Fréttir
Aftur banaslys á umdeildum vegkafla Reykjanesbrautar
Karlmaður á fertugsaldri lét lífið í alvarlegu umferðarslysi á Reykjanesbrautinni í dag þegar tvær bifreiðar rákust saman við Rósaselstorg, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta er annað banaslysið á fjórum mánuðum á þessum vegkafla.
Fréttir
Vélhjólagengin snúa aftur á Íslandi
Stærstu og alræmdustu vélhjólasamtök í heimi, Hells Angels, Outlaws og Bandidos, sækja nú í sig veðrið hér á landi. Flest þeirra hafa farið huldu höfði eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á undanförnum árum sem hafa beinst gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nú virðist breyting þar á.
Fréttir
Segir Sigríði hafa lagt sig í einelti og að hún sé „undir verndarvæng ákveðins stjórnmálaflokks“
„Ég varð fyrir miklu einelti af hennar hálfu,“ segir Kristján Ingi Helgason, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn sem starfaði undir Sigríði Björk Guðjónsdóttur á Suðurnesjum. Þetta er í þriðja skiptið í sumar sem lögreglustjórinn er sakaður um einelti.
Pistill
Jón Daníelsson
Lýgur lögreglan að okkur?
Blaðamaðurinn Jón Daníelsson veltir fyrir sér upplýsingagjöf lögreglunnar í kjölfar atviks sem Stundin fjallaði ítarlega um.
Fréttir
Fyrrum landsliðsmarkvörður barinn með kylfum af lögreglu og fluttur á bráðamóttöku
Ólafur Gottskálksson, sem flúði lögregluna á Suðurnesjum með fimm ára gamlan son sinn í bílnum, var fluttur með skyndi úr meðferð yfir á bráðamóttöku Landsspítalans með innvortis blæðingar, nokkrum dögum eftir að lögreglan barði hann með kylfum fyrir framan börn hans.
Fréttir
Aðferð lögreglu gagnrýnd
Barn var í bifreið sem lögreglan ók á
FréttirLögreglurannsókn
Barn var í bílnum sem lögreglan keyrði á
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för ökumanns sem var með ungt barn í farþegasæti bifreiðarinnar með því að aka í hlið hans. Þetta gerðist nú rétt fyrir hádegi á Kjarnabraut í Reykjanesbæ.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.