Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
Helmingur yfirstjórnenda lögreglu fékk stöðuna án auglýsingar. Einn þeirra er bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði í embætti lögreglustjóra án auglýsingar árið 2014 þegar Sigríður þagði um upplýsingar í lekamálinu sem rannsakendur hefðu viljað búa yfir.
FréttirLögregla og valdstjórn
Beittu símahlerunum nær daglega í fyrra
Símahlerunum og skyldum úrræðum hjá lögregluembættunum fjölgaði um 40 prósent milli áranna 2017 og 2018. Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum drógu svör í meira en ár.
Fréttir
Lögreglumaður kallaði „go home“ á hælisleitendur
Maðurinn segist ekki hafa meint að fólkið ætti að fara frá Íslandi. „Þessi tvö orð lýsa nefnilega alls ekki skoðun minni á hælisleitendum og innflytjendamálum.“
Fréttir
Lögreglumenn á netinu utan valdsviðs eftirlitsnefndar
Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur ekki á háttsemi lögreglumanna á netinu eða í störfum þeirra fyrir Landssamband lögreglumanna. Kvörtun vegna meintra njósna og áreitis lögreglumanns á netinu var vísað frá.
FréttirKynbundið ofbeldi
Stígamót: Réttarkerfið enn og aftur brugðist brotaþolum
Lögregla taldi ekki tilefni til að hefja rannsókn á meintri nauðgun þegar maður sagðist hafa sett lim í endaþarm sofandi 17 ára stúlku sem hann vissi að vildi ekki endaþarmsmök. Stígamót bregðast við fréttaflutningnum: „Ef samþykki er ekki fyrir hendi er um nauðgun að ræða.“
Fréttir
Hafði „endaþarmsmök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Lögregla og ríkissaksóknari töldu ekki tilefni til að rannsaka hvort nauðgun hefði átt sér stað þegar maður þröngvaði lim sínum í endaþarm 17 ára stúlku meðan hún svaf. Maðurinn, faðirinn í Hafnarfjarðarmálinu svokallaða, viðurkenndi verknaðinn í yfirheyrslu vegna annars máls og sagðist hafa vitað að stúlkan væri mótfallin endaþarmsmökum.
FréttirVændi
Vændiskaupendur í sigti lögreglu: Íslenskir karlmenn kaupa aðgang að erlendum konum
94 prósent þeirra sem voru staðnir að vændiskaupum á árinu eru íslenskir karlmenn og meðalaldurinn 41 ár. „Hinir, 6%, voru erlendir karlmenn, en þetta hlutfall kann að koma einhverjum á óvart,“ segir í tilkynningu lögreglu.
43 kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í maí. Um er að ræða 128 prósenta fjölgun miðað við meðaltal síðustu tólf mánaða.
FréttirAksturskostnaður þingmanna
„Lögreglan er ekki með rannsóknarskyldu gagnvart alþingismönnum“
Sjónarmið skrifstofu Alþingis réðu úrslitum þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákvað að rannsaka ekki hvort þingmaður hefði brotið lög. Embættið brást við fyrirspurn borgara með því að fullyrða að rannsóknarskylda lögreglu næði ekki til alþingismanna.
FréttirVændi
34 vændiskaupamál í ár
Sex slík mál höfðu komið upp á sama tíma og í fyrra. Fá málanna leiða til refsingar.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Andstæðingar orkupakkans misskilja vinnulöggjöfina og vilja afskipti lögreglu af þingstörfum
Orkan okkar, samtökin sem berjast gegn þriðja orkupakkanum frá Evrópusambandinu, vilja að lögreglan hlutist til um starfsemi Alþingis.
Fréttir
Sálufélagar á netinu reyndust erlendir svikahrappar
Íslensk kona tapaði 180 þúsund krónum í samskiptum við mann á Tinder sem sigldi undir fölsku flaggi. Annar svindlari vildi giftast henni áður en hann sagðist vera í vanda og þurfa fé. Lögreglan á Íslandi hefur takmarkaða möguleika á að draga erlenda netglæpamenn til ábyrgðar nema um risaupphæðir sé að ræða.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.