Skemmtiferðaskip á suðvesturhorninu losuðu 50 prósent meira af gróðurhúsalofttegundum í fyrra en árið 2016. Losunin er meiri en hjá fiskiskipum við hafnirnar.
FréttirLoftslagsbreytingar
243
Íslendingar mótmæli olíuvinnslu Norðmanna
Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson bendir á tvíræðni í umhverfisboðskap Norðurlandaþjóðanna og spyr hvort Íslendingar hafi pólitískt þor til að beita sér í málaflokknum.
FréttirLoftslagsbreytingar
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæðu hjá hinu opinbera, þar sem dýraeldi orsakar stóran hluta losunar gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði.
FréttirLoftslagsbreytingar
Andri Snær syrgir Okið: „Hvernig skrifar þú líkræðu um jökul?“
„Fari sem horfir munu allir jöklar á Íslandi hverfa á næstu 200 árum,“ skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur í dagblaðið The Guardian. Nýjar myndir frá NASA sýna hvernig Okjökull hvarf.
Fréttir
Fásinna út frá umhverfissjónarmiðum að flytja inn lambahryggi
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur segir ekkert vit í að flytja inn kjöt, með tilheyrandi kolefnisfótspori, til að bregðast við tímabundnum skorti. „Við verðum að hætta þessari heimtufrekju.“
FréttirHamfarahlýnun
Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar
Konur, ungt fólk, lífeyrisþegar og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa mestar áhyggjur af hlýnun jarðar, samkvæmt könnun MMR. Stuðningsfólk Miðflokksins hefur ólík viðhorf til málsins.
FréttirLoftslagsbreytingar
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, velti því upp á Alþingi að kenna ætti sjónarmið þeirra vísindamanna sem efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum í grunn- og framhaldsskólum. Börn hafi áhyggjur af umræðunni eins og hún er í dag.
FréttirLoftslagsbreytingar
Staðsetning Vínbúða vinni gegn loftslagsstefnu stjórnvalda
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að staðsetning verslana ÁTVR sé í samræmi við markmið sveitarstjórna í umhverfis- og skipulagsmálum. Vínbúð í Garðabæ var flutt úr miðbæ í útjaðar. Málið hefur fengið meiri umræðu á samfélagsmiðlinum Twitter en á Alþingi.
FréttirHamfarahlýnun
Stjórnvöld styrkja vöxt nautgriparæktar þrátt fyrir metanlosun
Aukin framleiðsla nautakjöts er markmið í búvörusamningum, en metanlosun jórturdýra veldur 10 prósent þess útblásturs sem stjórnvöld eru ábyrg fyrir. Aukin framleiðsla fer þvert gegn aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem miðað er við óbreyttan fjölda búfénaðar.
GreiningHamfarahlýnun
Eldgos og aðrar hamfarir verða skæðari
Tíðni eldgosa gæti aukist vegna bráðnunar jökla af völdum loftslagsbreytinga. Flóð, fárviðri og eldar verða tíðari og heilsa landsmanna versnar. Iðgjöld skyldutrygginga húseigenda munu hækka vegna aukinnar hættu á hamförum.
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Þegar myrkrið mætir börnunum
Við ætluðum okkur það kannski ekki en framtíðarsýnin sem við skildum eftir okkur fyrir næstu kynslóðir er ansi myrk. Við höfum enn tækifæri til að breyta henni, en íslenskir stjórnmálamenn hafa líka séð tækifærin til að hagnast á ógninni. Nú stöndum við frammi fyrir ákvörðun, á tíma þegar það þykir „gróðavænlegt að láta jörðina fara til helvítis“.
GreiningHamfarahlýnun
Stór hluti jöklanna hverfur og sjávarborð rís
Stærstu jöklar landsins minnka um allt að þriðjung til ársins 2050 vegna hlýnunar loftslagsins. Snæfellsjökull hverfur. Afleiðingarnar eru hækkun sjávarstöðu sem setur híbýli hundraða milljóna manns um allan heim í hættu. Landslag hefur þegar breyst mikið vegna þróunarinnar og jöklar hopað. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því nema maður sjái það,“ segir bóndi í Öræfum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.