Aðili

Lífeyrissjóðir

Greinar

Íslenskir fjárfestar fengu 180 milljarða eftir að Actavis fór inn á ópíóðamarkaðinn í Bandaríkjunum
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Ís­lensk­ir fjár­fest­ar fengu 180 millj­arða eft­ir að Acta­vis fór inn á ópíóða­mark­að­inn í Banda­ríkj­un­um

Alls fengu 4.000 ís­lensk­ir fjár­fest­ar, sem voru í hlut­hafa­hópi Acta­vis, greidda sam­tals 180 millj­arða króna þeg­ar fjár­fest­ing­ar­fé­lag Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar keypti þá út úr Acta­vis ár­ið 2007. Um var að ræða það sem Björgólf­ur Thor kall­aði rétti­lega sjálf­ur „stærstu við­skipti Ís­lands­sög­unn­ar frá stríðs­lok­um“. Verð­mat á Acta­vis hefði aldrei ver­ið það sem það var nema vegna þess að fyr­ir­tæk­ið hafði náð fót­festu á verkjalyfja­mark­að­in­um í Banda­ríkj­un­um.
Nýtt úrræði fyrir eldri borgara nýtist helst vel stæðum körlum
ÚttektBDV-ríkisstjórnin

Nýtt úr­ræði fyr­ir eldri borg­ara nýt­ist helst vel stæð­um körl­um

Tæp­lega 30% ein­stak­linga sem fá elli­líf­eyri í dag frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins mæta skil­yrð­um um sveigj­an­lega töku elli­líf­eyr­is sem fé­lags- og jafn­rétt­is­ráð­herra sam­þykkti á síð­ustu dög­um síð­asta árs. Hags­muna­að­ill­ar eru ósátt­ir við kjör aldr­aðra og að ráð­ist sé í svona sér­tæk­ar að­gerð­ir á með­an að al­menn­ir elli­líf­eyr­is­þeg­ar geta ekki þeg­ið mik­il laun.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra
FréttirThorsil-málið

Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins íhug­ar að fjár­festa í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki fjár­mála­ráð­herra

Kís­il­verk­smiðj­an Thorsil, sem er með­al ann­ars í eigu fjöl­skyldu­með­lima Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, á í vanda með fjár­mögn­un. Stuðn­ing­ur stjórn­ar­manna Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, sem skip­að­ir eru af Bjarna Bene­dikts­syni get­ur orð­ið lyk­ill­inn að lausn á vanda verk­smiðj­unn­ar. Með­al annarra hlut­hafa Thorsil er Ey­þór Arn­alds og Guð­mund­ur Ás­geirs­son sem hef­ur ver­ið við­skipta­fé­lagi föð­ur Bjarna í ára­tugi.
Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“
FréttirPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: „Þessi reynsla varð mér per­sónu­lega mjög erf­ið“

Eggert Claessen, fram­kvæmda­stjóri Frum­taks, átti fyr­ir­tæki í skatt­skjól­inu Tor­tólu sem fékk lán til fjár­fest­inga á ár­un­um fyr­ir hrun. Hann seg­ir að fé­lag­ið hafi ver­ið stofn­að að und­ir­lagi Lands­bank­ans í Lúx­em­borg. Frum­tak sér um rekst­ur tveggja fjár­fest­ing­ar­sjóða þar sem líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru stór­ir hlut­haf­ar.
Lífeyrissjóðurinn varð af um tveimur milljörðum í viðskiptunum við Bakkavararbræður
FréttirSala banka á fyrirtækjum

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn varð af um tveim­ur millj­örð­um í við­skipt­un­um við Bakka­var­ar­bræð­ur

Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins seldi nærri 6 pró­senta hlut sinn í mat­væla­fyr­ir­tæk­inu Bakka­vör á lágu verði ár­ið 2012. Bræð­urn­ir og fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Baupost kaupa aðra hlut­hafa út á sex sinn­um hærra verði. Bræð­urn­ir leggja ekki til reiðu­fé í kaup­un­um held­ur búa til sér­stakt eign­ar­halds­fé­lag með Baupost ut­an um Bakka­vör og leggja sinn 38 pró­senta hlut inn í þetta fé­lag.
Stjórnarmaður Fjármálaeftirlitsins á fjárfestingarfélag með lífeyrissjóðunum
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Stjórn­ar­mað­ur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á fjár­fest­ing­ar­fé­lag með líf­eyr­is­sjóð­un­um

Ásta Þór­ar­ins­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, á og rek­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lag með tólf líf­eyr­is­sjóð­um. Byggja upp einka­fyr­ir­tæki á sviði heima­hjúkr­un­ar og lækn­inga í Ár­múl­an­um. Stjórn­sýslu­lög ná með­al ann­ars yf­ir stjórn­ar­menn FME.

Mest lesið undanfarið ár