Leigumarkaður
Flokkur
Þarf að hækka leiguna hjá stærsta leigufélagi Íslands?: Vaxtagjöldin 330 milljónum hærri en rekstrarhagnaðurinn

Þarf að hækka leiguna hjá stærsta leigufélagi Íslands?: Vaxtagjöldin 330 milljónum hærri en rekstrarhagnaðurinn

Heimavellir skiluðu 2,7 milljarða króna hagnaði í fyrra en sá hagnaður er tilkominn af bókfærðri hækkun á um 2000 íbúðum fyrirtækisins en ekki af sterkum rekstri. Framkvæmdastjórinn segir vaxtakostnaðinn vera háan og að markmiðið með skráningu Heimavalla á markað sé að lækka vaxtakostnaðinn.

Húsnæðis- og leiguverð hækka áfram næstu árin

Húsnæðis- og leiguverð hækka áfram næstu árin

Ólíklegt er að byggt verði nóg til að mæta eftirspurn, að mati greiningardeildar Arion banka. Gríðarleg fólksfjölgun er í vændum sem byggingageirinn þarf að mæta.

Ungt fólk flýr klær GAMMA og heldur sig í hreiðrinu

Ungt fólk flýr klær GAMMA og heldur sig í hreiðrinu

Stór leigufélög kaupa sífellt fleiri eignir og hækka leiguna um tugi prósenta. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm sextíu prósent á síðustu sex árum. Þá fjölgar íbúðum í útleigu til ferðamanna sem ýtir undir hátt leiguverð. Ungt fólk er að gefast upp; flytur úr borginni, inn á foreldra sína eða út fyrir landsteinana.

Þekktur fjársvikari herjar á íslenskan leigumarkað: Sendir gylliboð á hverjum degi

Þekktur fjársvikari herjar á íslenskan leigumarkað: Sendir gylliboð á hverjum degi

Stundin greindi fyrst frá Christian Thurner í gær en hann gengur undir fleiri nöfnum og sendir Íslendingum í íbúðaleit gylliboð á hverjum einasta degi. Saga Auðar Aspar var svo sannarlega ekki einsdæmi en svo virðist sem að hann stundi fjársvikin í fjölmörgum löndum. Lögregluyfirvöld vara við þessum fjársvikum.

Reynir að svíkja fé út úr fólki í íbúðaleit í Reykjavík

Reynir að svíkja fé út úr fólki í íbúðaleit í Reykjavík

Austurrískur maður býður íbúð til leigu í Hlíðunum og notar nafn Airbnb til þess að ávinna sér traust þeirra sem hann svíkur. Búið er að tilkynna manninn til lögreglu en Auður Ösp, ein þeirra sem reynt var að svíkja, vill vara við honum.