Gögn sýna að ítrekað var greint frá því að stúlkur sem vistaðar voru í Varpholti og á Laugalandi teldu sig beittar harðræði og að þær uppplifðu ofbeldi. Skjalfest er að þegar árið 2000 var kvartað til Barnaverndarstofu og ítrekað eftir það bárust upplýsingar af sama meiði.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ríkisstjórnin samþykkir að rannsaka Laugaland
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að kannað verði hvort börn sem vistuð voru í Varpholti og Laugalandi hafi orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ítrekaðar upplýsingar bárust um illa meðferð á Laugalandi en Barnaverndarstofa brást ekki við
Gögn frá umboðsmanni barna sýna að þangað bárust ítrekaðar tilkynningar á árunum 2000 til 2010 um slæmar aðstæður barna á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi, sem rekið var af sömu aðilum. Var Barnaverndarstofu gert viðvart vegna þess. Fleiri kvartanir bárust beint til Barnaverndarstofu, en þáverandi forstjóri, Bragi Guðbrandsson, kannaðist ekkert við málið þegar leitað var svara við því af hverju ekki var brugðist við og starfsemin aldrei rannsökuð.
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Heyrðist ekki í henni?
Skýr afstaða var tekin þegar fyrstu frásagnir bárust af harðræði á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti fullu trausti á hendur meðferðarfulltrúanum. Eftir sat stelpa furðu lostin, en hún lýsir því hvernig hún hafði áður, þá sautján ára gömul, safnað kjarki til að fara á fund forstjórans og greina frá slæmri reynslu af vistheimilinu.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á Laugalandi líklega ákveðin á miðvikudag
Fulltrúar kvenna sem lýst hafa ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi funduðu með Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra fyrir helgi. Annar fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Forstjóri Barnaverndarstofu styður rannsókn á Laugalandi
Heiða Björg Pálmadóttir fundaði í gær með fulltrúum kvenna sem lýst hafa ofbeldi á meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu í Varpholti og Laugalandi. Konurnar segja að þeim hafi verið vel tekið og að Heiða Björg hafi sagst styðja að opinber rannsókn færi fram.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ársskýrslur Laugalands í hróplegu ósamræmi við lýsingar kvennanna
Lýst er léttu andrúmslofti og ánægju stúlkna með dvöl á meðferðarheimilinu í Varpholti og Laugalandi í ársskýrslum. Fjöldi kvenna hefur hins vegar lýst óttastjórnun og endurteknu ofbeldi á meðan á vistun þeirra stóð.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Vilja skýringar frá Barnaverndarstofu
Konur sem lýst hafa ofbeldi og illri meðferð á meðan þær voru vistaðar sem börn á meðferðarheimilinu á Laugalandi vilja fá skýringar á hvernig stóð á því að Barnaverndarstofa brást eftirlitshlutverki sínu.
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ákvörðun um rannsókn á Laugalandi ræðst af mati Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur greint ríkisstjórninni frá því að hann sé með málefni Laugalands til skoðunar. Hann hyggst funda með hópi kvenna sem þar dvöldu 12. febrúar næstkomandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það muni ráðast af mati Ásmundar hvort sérstök rannsókn fari fram.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi
Í skýrslu fyrir Barnaverndarstofu kemur fram að tæplega þriðjungur barna sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna á meðferðarheimilum á vegum barnaverndar árin 2000 til 2007. Samt segir að lítið ofbeldi hafi verið á meðferðarheimilunum og að sum tilfelli tilkynnts ofbeldis hafi verið „hluti af því að stoppa óæskilega hegðun barns“.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Vilja að Ásmundur Einar skipi rannsóknarnefnd um starfsemi Laugalands
Ellefu nafngreindar konur sem lýsa ofbeldi sem þær urðu fyrir á Laugalandi hafa skrifað Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra bréf þar sem þær fara fram á rannsókn á starfseminni á Laugalandi. „Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir ofbeldið sem viðgekkst á Laugalandi“.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.