Hafa endurheimt fjórðung af kostnaði við tengingu Bakka
Kostnaður við tengingu kísilvers PCC á Bakka við raforkukerfið nam 2 milljörðum króna. Kísilverinu hefur verið lokað tímabundið og hlutabréf lífeyrissjóða í því verðlaus. Landsnet segir að hækkanir gjaldskrár vegna framkvæmdarinnar hafi verið „innan marka“.
MyndirHvalárvirkjun
Fossarnir sem hverfa
Tómas Guðbjartsson gekk nýverið um svæðið sem mun raskast með Hvalárvirkjun á Ströndum og tók myndir af þessum náttúruperlum, sem eru að hans mati á heimsmælikvarða. Eftir að hafa farið yfir helstu rök með og á móti virkjuninni kemst hann að þeirri niðurstöðu að virkjunin muni ekki leysa vandamál Vestfjarða. Það ætti að vera í höndum ríkisins.
Fréttir
Íslenska ríkið tekur jarðir eignanámi vegna Kröflulínu
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti ehf. að framkvæma eignarnám vegna lagningar Kröflulínu 4 og 5. Ráðuneytið segir öll lagaskilyrði fyrir hendi.
FréttirVirkjanir
Ýktur ávinningur af virkjun: „Það þarf að fórna einhverju“
Framkvæmdir við virkjun Hvalár á Ófeigsfjarðarheiði hefjast innan skamms. Með byggingu virkjunarinnar verður raskað ósnortnu landi, „sem enginn er að skoða“ að mati sveitarstjórans í Árneshreppi, Evu Sigurbjörnsdóttur. Íbúar á svæðinu, Umhverfisstofnun og formaður Landverndar hafa hins vegar gagnrýnt þau rök sem færð eru fyrir framkvæmdunum, sem og að áhrif þeirra á umhverfið séu virt að vettugi.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.