Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa
Verð á áburði hefur því sem næst tvöfaldast milli ára. Kostnaðarauki fyrir bændur vegna þess nemur 2,5 milljörðum króna. Gróa Jóhannsdóttir, sauðfjárbóndi í Breiðdal, segir áburðarkaup éta upp 60 prósent þess sem hún fær fyrir innlegg sitt í sláturhús. „Það er í raun bilun í manni að vera að standa í þessu.“
FréttirBlóðmerahald
Starfshópur skoðar íslenskt blóðmerahald
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að fá fulltrúa Siðfræðistofnunar og Matvælastofnunar til að skoða ýmsa anga blóðmerahalds á Íslandi. Bann við slíkri starfsemi er til umræðu í þinginu. Framkvæmdastjóri Ísteka er ósáttur og segir greinargerð frumvarps ekki svaraverða.
Fréttir
Atvinnuvegaráðuneytið brýtur á bændum
Ekki hefur enn verið gengið frá samningum um bætur við bændur í Skagafirði sem skyldaðir voru til að skera niður fé sitt vegna riðu. Með því er brotið gegn reglugerð þar um. Atli Már Traustason, bóndi á Syðri-Hofdölum, segir nógu erfitt að lenda í niðurskurði þó ekki þurfi að slást við ráðuneytið um samninga vegna bóta.
Fréttir
Vilja merkja kolefnisspor matvæla
Þingmenn telja að merkingar um kolefnisspor á íslenskum matvælum gætu gefið innlendri framleiðslu samkeppnisforskot.
FréttirCovid-19
Smalar gætu mögulega þurft að gista í tjöldum
Covid-19 faraldurinn hefur áhrif á göngur og réttir. Öllum sem taka þátt er skylt að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna. Mælst er til að áfengi verði ekki haft um hönd. „Þetta er ekki sama partýið sem verið er að bjóða í,“ segir framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda.
Myndir
„Mitt líf hefur snúist um sauðfé og rekavið“
Siggi er meðal síðustu sauðfjárbændanna í Árneshreppi á Ströndum. Hann er 81 árs og býr í húsinu þar sem hann ólst upp. Hann hefur alltaf búið þar, fyrir utan tvo vetur. Heiða Helgadóttir ljósmyndari fylgdist með sauðburði hjá Sigga.
Fréttir
Fásinna út frá umhverfissjónarmiðum að flytja inn lambahryggi
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur segir ekkert vit í að flytja inn kjöt, með tilheyrandi kolefnisfótspori, til að bregðast við tímabundnum skorti. „Við verðum að hætta þessari heimtufrekju.“
FréttirHamfarahlýnun
Stjórnvöld styrkja vöxt nautgriparæktar þrátt fyrir metanlosun
Aukin framleiðsla nautakjöts er markmið í búvörusamningum, en metanlosun jórturdýra veldur 10 prósent þess útblásturs sem stjórnvöld eru ábyrg fyrir. Aukin framleiðsla fer þvert gegn aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem miðað er við óbreyttan fjölda búfénaðar.
Pistill
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Sauðkindin er hluti feðraveldisins
Íslenska sauðkindin var eina dýrið sem lifði af langvarandi harðæri og varð hún samgróin feðraveldinu.
Fréttir
Hætta á að framleiðsla á lífrænt vottuðu lambakjöti leggist af
Ekki verður greitt aukaálag á kjötið nema að markaðir finnist fyrir það erlendis. Þar með er hvatinn fyrir bændur til framleiðslu að mestu horfinn. Eftirspurnin eftir kjötinu lítil sem engin hér á landi.
FréttirFerðaþjónusta
Landeigendur reyna að stöðva ferðafólk þrátt fyrir almannarétt
Forsprakkar í ferða- og útivistargeiranum segja reglulega koma upp ágreining við landeigendur, þó samskipti við bændur séu almennt góð. Ráðuneyti endurskoða nú ákvæði um almannarétt í lögum.
FréttirAuðmenn
Leggja til verulegar takmarkanir á jarðakaupum
Starfshópur ráðherra leggur til að kaupendur að bújörðum hafi lögheimili á landinu, eigendur búi sjálfir á jörðunum eða haldi þeim í nýtingu og takmarkanir á stærð slíks lands.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.