Félög Samherja á Kýpur greiddu 280 milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti
Jóhannes Stefánsson stýrði aldrei bankareikningum Samherjafélaga á Kýpur sem greitt hafa hálfan milljarða króna í mútur til Tundavala Investments í Dubaí. Meira hefur verið greitt í mútur eftir að hann hætti en þegar hann vann hjá Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson kennir Jóhannesi alfarið um mútugreiðslurnar.
RannsóknSamherjaskjölin
5774.005
Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
Gögn sýna hvernig Samherji greiddi skipulega hundruð milljóna króna í mútur til stjórnmálamanna og tengdra aðila í Namibíu, til að fá kvóta sem lagði grunn að stórum hluta hagnaði félagsins undanfarin ár. Hagnaðurinn og mútugreiðslurnar runnu í gegnum net skattaskjóla.
FréttirSamherjamálið
Stjórn Jónshúss sendir forsætisnefnd erindi um notkun Samherja á húsinu
Eiginmaður forstöðumanns Jónshúss, Hrannar Hólm, skráði dótturfélag Kýpurfélags Samherja til heimilis í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Samherji stundar fiskveiðar í Afríku og notar Kýpur sem millilið í viðskiptunum vegna skattahagræðis. Hrannar hefur beðið stjórn Jónshúss afsökunar á gerðum sínum.
FréttirSamherjamálið
Dótturfélag Kýpurfélags Samherja skráð í Jónshúsi
Eignarhaldsfélag Samherja á Kýpur átti danskt dótturfélag sem skráð var á heimili Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Stofnandi félagsins, Hrannar Hólm, er eiginmaður forstöðumanns Jónshúss og segir hann að enginn rekstur hafi verið í félaginu en vill ekki tjá sig um tilgang þess.
FréttirSjávarútvegur
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
Dótturfélög Samherja á Kýpur stunda milljarða króna viðskipti með fisk við önnur félög Samherja en þessi viðskipti koma ekki fram í opinberum gögnum Hagstofu Íslands. Félögin greiddu aðeins 22 milljónir króna í skatta þar í landi á árunum 2013 og 2014, þrátt fyrir að eiga rúmlega 20 milljarða eignir þar. Félög Samherja hafa meðal annars lánað peninga til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands.
FréttirSamherjamálið
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
Útgerðarfélagið Samherji lét dótturfélag sitt á Kýpur, Esju Seafood, lána rúmlega 2 milljarða króna til annars félags síns á Íslandi árið 2012. Samherji nýtti sér fjáfestingarleið Seðlabanka Íslands og fékk 20 prósent afslátt af íslenskum krónum í viðskiptunum. Mánuði eftir þetta gerði Seðlabankinn húsleit hjá Samherja og við tók rannsókn á gjaldeyrisviðskiptum útgerðarinnar sem varði í fjögur ár.
Fréttir
Engeyingar fjárfestu í hátíðniviðskiptum fyrir milljónir bandaríkjadala
Nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hefur kallað eftir því að hátíðniviðskiptum verði settar skorður með lögum. Faðir, bróðir og föðursystkini fjármálaráðherra hafa stundað slík viðskipti og fyrirtæki þeirra, Algrím ehf., hyggur á áframhaldandi „rekstur og þróun á High Frequency Trading strategíum“.
Fréttir
Samherjamálið og viðskipti útgerðarinnar í skattaskjólum
Rannsókn eftirlitsaðila á Samherja lauk með fullnaðarsigri Samherja. Útgerðarfyrirtækið hefur hins vegar staðið í fjölþættum rekstri á aflands- og lágskattasvæðum í gegnum árin og rekur enn útgerð í Afríku í gegnum Kýpur til dæmis.
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum
Vilhjálmur hættir hjá Samfylkingunni: Sagði ekki frá félaginu sínu á Kýpur
Vilhjálmur Þorsteinsson talaði um félag sitt í Lúxemborg sem opinbert var að hann ætti en sagði ekki frá félaginu sínu á Kýpur, Alamina Ltd. Félag hans á Kýpur er dótturfélag fyrirtækisins í Lúxemborg og fjármagnar viðskipti hans á Íslandi auk þess að halda utan um hlut í CCP. Hann sagði ekki frá Kýpurfélaginu fyrr en eftir að það var orðið opinbert að hann tengdist því.
Fréttir
Fyrirtæki gjaldkera Samfylkingarinnar fjármagnað úr skattaskjólinu Kýpur
Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri Samfylkingarinnar, fjárfesti á Íslandi með 70 milljóna króna láni frá félagi sem skráð er í skattaskjólinu Kýpur.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.