Grískur maður „númer tvö“ hjá íslenskum nýnasistum
Maður með tengsl við gríska nýnasista segist hafa ýtt undir stofnun Norðurvígis í samvinnu við nýnasista á Norðurlöndum. Málið varpar ljósi á hvernig íslenskir nýnasistar hafa fengið erlendan stuðning til að skipuleggja sig hérlendis.
Fréttir
„Nýnasistar eru alltaf hættulegir fólki sem er ekki hvítt á hörund“
Andstæðingar kynþáttahatara í Berlín hvetja til skapandi mótmæla og nota tæknina til að mæta öfgahópum. Verkefnastjóri telur þessar aðferðir nýtast í öðrum löndum og segir mikilvægt að leyfa nasistum aldrei að koma fram opinberlega án þess að þeim sé mætt með mótmælum.
Fréttir
Almannahagsmunir krefjast umfjöllunar um rasista og öfgahópa
Fjölmiðlar geta ekki hunsað starfsemi nýnasista, að mati Jonathan Leman, sérfræðings hjá Expo. Hvorki ætti að ýkja né draga úr hættu hægri öfgahópa, en nöfn forsprakka eiga erindi við almenning.
Afhjúpun
Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa
Meðlimir Norðurvígis reyna að fela slóð sína á netinu. Yngsti virki þátttakandinn er 17 ára, en hatursorðræða er kynnt ungmennum með gríni á netinu. Aðildarumsóknir fara með tölvupósti til dæmds ofbeldismanns sem leiðir nýnasista á Norðurlöndunum. Norrænir nýnasistar dvöldu í þrjá daga í skíðaskála í Bláfjöllum fyrr í mánuðinum.
FréttirKynþáttahatur
Hafa áhyggjur af herþjálfun hægriöfgamanna á Íslandi
„Við hvetjum stjórnendur hótelsins til að endurskoða þá ákvörðun að heimila afnot af sölum sínum fyrir slíka starfsemi,“ segir formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
FréttirKynþáttahatur
Nýnasistasíðan hýst af huldufélagi á Klapparstíg í eigu skattaskjólsfélags
Nýnasistasíða með íslensku léni dreifir hatursáróðri gegn gyðingum og öðrum þjóðfélagshópum. Tónlistarmaðurinn Stevie Wonder og stjórnmálamaðurinn Anthony Weiner níddir á síðunni vegna uppruna síns eftir að hún fékk íslenskt lén. Slóð síðunnar á Íslandi er dularfull og var hún meðal annars vistuð hjá meintu fyrirtæki á Klapparstíg sem enginn virðist kannast við.
FréttirKynþáttahatur
Nýnasistasíða með íslensku léni leiðir til sögulegs fjölda uppsagna
Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um hvort loka eigi nasistasíðunni The Daily Stormer eða ekki. Framkvæmdastjóri ISNIC segist skilja þær miklu tilfinningar sem eru undir í málinu og að mjög margir hafi sagt upp íslenskum lénum sínum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.