Rasískt kynferðisofbeldi spretti upp úr staðalmyndum
Díana Katrín Þorsteinsdóttir lýsir reynslu sinni sem markast af rasísku kynferðisofbeldi og staðalmyndinni um asísku vændiskonuna. Hún telur Pétur Jóhann Sigfússon grínista, sem baðst nýlega afsökunar á því að hafa leikið asíska vændiskonu í myndbandi, eiga stóran þátt í að móta rasisma gegn asísku fólki á Íslandi.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
Engar sættir í meiðyrðamáli Jóns Baldvins
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn dóttur sinni fer til aðalmeðferðar fyrir héraðsdómi. Fjöldi kvenna steig fram í fyrra og sakaði ráðherrann fyrrverandi um kynferðislega áreitni.
Pistill
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Ógnar netofbeldi gegn konum og stúlkum framtíð okkar allra?
Stór hluti kvenna glímir við alvarlegar afleiðingar af ofbeldi á netinu og ofbeldið breytir hegðun þeirra. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir lýsir áhrifum þess á okkur öll.
FréttirMetoo
Teymi þjóðkirkjunnar ekki hafið störf
Starfsemi teymis sem mun fjalla um kynferðisbrotamál, ofbeldi og einelti innan þjóðkirkjunnar hefur tafist um fjóra mánuði. Öllum sem valdir voru upphaflega í teymið hefur verið skipt út.
FréttirMetoo
Bíða enn eftir viðbrögðum Þjóðkirkjunnar við kynferðisbrotamáli
Enginn frá þjóðkirkjunni hefur haft samband við þær konur sem stigu fram í Stundinni í mars og lýstu áreitni séra Gunnars Björnssonar gagnvart þeim á barnsaldri. Tafir hafa verið á því að nýtt teymi þjóðkirkjunnar, sem sinnir viðkvæmum málum, taki til starfa.
Fréttir
Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“
Siðareglur kirkjunnar verða endurskoðaðar eftir að fimm konur lýstu kynferðisbrotum Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Biskup fundaði með konunum.
Fréttir
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
Björn Bragi Arnarsson uppistandari snýr aftur með sýningar eftir að hafa játað áreiti gagnvart stúlku undir lögaldri. Hann þénaði 1,5 milljónir á mánuði í fyrra og tók þátt í sýningum Mið-Íslands í janúar, tveimur mánuðum eftir atvikið.
Fréttir
Jón Baldvin stefnir Aldísi dóttur sinni fyrir meiðyrði
Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt RÚV, Sigmari Guðmundssyni og Aldísi Schram vegna ummæla sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2.
FréttirSéra Gunnar
Fermingarbarn séra Gunnars: „Ég var grátandi hjá honum þegar hann gerði þetta.“
Kolbrún Lilja Guðnadóttir tilkynnti um að séra Gunnar Björnsson hefði káfað á henni þegar hún var 13 ára og óttaðist um vinkonu sína eftir bílslys. Mál hennar fór ekki fyrir dómstóla, ólíkt tveimur öðrum á Selfossi sem hann var sýknaður fyrir. Hún segir sáttafund hjá biskupi hafa verið eins og atriði úr Áramótaskaupinu.
Fréttir
Jón Baldvin gaf skýrslu hjá lögreglu í gær
Jón Baldvin Hannibalsson var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Carmen Jóhannsdóttir hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni.
Fréttir
Carmen kærir Jón Baldvin til lögreglu á Íslandi
Carmen Jóhannsdóttir hefur kært Jón Baldvin Hannibalsson fyrir kynferðislega áreitni að heimili hans á Spáni. „Málið er nú komið í hendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún í yfirlýsingu.
ViðtalSéra Gunnar
„Samfélagið trúði okkur ekki“
Mæðgurnar Lilja Magnúsdóttir og Helga María Ragnarsdóttir segja að samfélagið á Selfossi hafi snúið við þeim baki eftir að Helga María sagði 16 ára frá því sem hún upplifði sem kynferðislega áreitni séra Gunnars Björnssonar í Selfosskirkju. Samsæriskenningar um fyrirætlanir þeirra lifi enn góðu lífi í bænum. Tíu ár eru nú liðin frá því að Hæstiréttur sýknaði í máli Helgu og annarrar unglingsstúlku.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.