Fréttamál

Kynferðisbrot

Greinar

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.
Játaði að hafa þuklað á þroskaskertri konu en var sýknaður
FréttirKynferðisbrot

Ját­aði að hafa þukl­að á þroska­skertri konu en var sýkn­að­ur

Mað­ur á sex­tugs­aldri olli þroska­skertri konu óþæg­ind­um þeg­ar hann, að eig­in sögn, þreif­aði ít­rek­að á henni og örv­að­ist við það kyn­ferð­is­lega. Geð­lækn­ir sagði mann­inn hafa „geng­ið lengra í nán­um sam­skipt­um en hún hafi ver­ið til­bú­in til, en hann hafi þó virt henn­ar mörk“ og dóm­ar­ar töldu ekki sann­að að ásetn­ing­ur hefði ver­ið fyr­ir hendi.
Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
Afhjúpun

Fjór­ar kon­ur stíga fram vegna Jóns Bald­vins: Hafa bor­ið skömm­ina í hljóði allt of lengi

Fjór­ar kon­ur stíga fram í við­töl­um í Stund­inni og lýsa meintri kyn­ferð­is­áreitni Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar yf­ir rúm­lega hálfr­ar ald­ar skeið. Enn fleiri kon­ur hafa deilt sög­um sín­um af ráð­herr­an­um fyrr­ver­andi í lok­uð­um hópi kvenna. Nýj­asta sag­an er frá því sumar­ið 2018, en þær elstu frá 13–14 ára nem­end­um hans við Haga­skóla á sjö­unda ára­tugn­um.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu