Kaupþingsmenn brostu við komuna á Vernd: Fangar kæra Fangelsismálastofnun
Létt var yfir Kaupþingsmönnum þegar þeir komu á Vernd í gær. Afstaða, félag fanga, hefur kært Fangelsismálastofnun til innanríkisráðuneytisins, vegna túlkunar stofnunarinnar á nýjum lögum um fullnustu refsinga. Formaður Afstöðu segir málið snúast um mismunun fanga.
Fréttir
Óskað skýringa vegna ísbíltúrs Kaupþingsfanga úr fangelsinu
Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem dæmdir voru í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir alvarleg efnahagsbrot, fóru í sjoppu á Ólafsvík að kaupa sér ís með dýfu. Fangelsismálastjóri hefur óskað skýringa vegna málsins.
AfhjúpunFangelsismál
Kaupþingsmenn leystir úr haldi eftir lagabreytingar
Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson losna af Kvíabryggju í dag. Lagabreyting að upplagi allsherjarnefndar Alþingis tryggði föngunum aukið frelsi. Breytingin var smíðuð utan um þessa fanga, segir þingkona.
Fréttir
Sjöundi bankamaðurinn kominn á Kvíabryggju
Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, hefur hafið afplánun á Kvíabryggju. Jóhannes hlaut dóma í Stím-málinu og BK-44 málinu.
FréttirFangelsismál
Annar bankamaður kominn á Kvíabryggju
Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni, mætti í vikunni á Kvíabryggju til að afplána dóm sinn. Hann er sjötti maðurinn sem afplánar á Kvíabryggju vegna efnahagsbrota tengdum hruninu. Fjöldi bankamanna á eftir að afplána dóma sína.
FréttirFangelsismál
Magnús fær að flytja í einbýlishús á Kvíabryggju
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, fær að flytja í einbýlishúsið á Kvíabryggju. Urgur er föngum vegna meintrar sérmeðferðar. Fyrir í húsinu er Hreiðar Már Sigurðsson.
FréttirFangelsismál
Birkir kominn á Kvíabryggju
Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni og landsliðsmarkvörður í fótbolta, mætti í gær á Kvíabryggju. Hæstiréttur staðfesti nýverið fjögurra ára fangelsisdóm yfir honum fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga.
FréttirFangelsismál
Ósáttir við heimsóknir Jóns Ásgeirs á Kvíabryggju
Athafnamaðurinn fundaði með vistmönnum í fangelsinu og fangar kvörtuðu undan mismunun.
FréttirFangelsismál
Strokufangarnir dvöldu stutt á Kvíabryggju
Búið er að handtaka fangana sem struku frá Kvíabryggju í gærkvöldi. Annar fanganna hóf afplánun fyrir viku síðan, hinn fyrir tveimur vikum.
MyndirFangelsismál
Velkomin í bót og betrun á Kvíabryggju
Mýtan um lúxusinn í fangelsinu á Kvíabryggju er ansi lífseig. Raunveruleikinn er annar. Fangar segja fyrirkomulagið í opnum fangelsum það eina sem bjóði upp á raunverulega betrun.
FréttirDómsmál
Eiginkona Ólafs týndi veskinu sínu á Kvíabryggju: Fangi fann það
Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar týndi veskinu sínu í heimsókn í fangelsinu á Kvíabryggju. Hún segist líta fangelsið öðrum augum eftir reynslu sína af því.
Fréttir
Ólafur Ólafsson er í minnsta klefa Kvíabryggju
Fangi á Kvíabryggju segir „Óla“ hressan og blanda geði við aðra fanga. Hreiðar Már verður nágranni Ólafs á ganginum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.