Kínverska ríkið sver af sér aðkomu að gagnasöfnun um Íslendinga
Sendiráð Kína á Íslandi segist ekkert vita um lista fyrirtækisins Zhenhua þar sem er að finna nöfn um 400 Íslendinga. Kínverska sendiráðið segir yfirvöld í Kína vilja aukna samvinnu um netöryggi í heiminum.
Stafræna alræðisríkið Kína handan við hornið
Kínverski kommúnistaflokkurinn vinnur nú að því að byggja upp gagnagrunn sem geymir upplýsingar um nethegðun allra Kínverja. Markmiðið er að gefin verði stig fyrir það sem flokkurinn álítur jákvæða hegðun en refsistig fyrir hitt sem talið er vera neikvætt. Yfirvöld stefna á að kerfið verði tilbúið árið 2020.
Fréttir
Íslenskur fulltrúi á alræmdri netráðstefnu Kínverja
Ragnar Baldursson sendifulltrúi var sendur á Wuzhen-internetráðstefnuna sem var harðlega gagnrýnd af samtökum á borð við Amnesty International og Fréttamenn án landamæra. Kínverskur ríkismiðill vitnaði í Ragnar sem sagði Kínverja geta orðið leiðandi í netiðnaði. Kínverjar ritskoða internetið grimmt.
Íslenskur fjölmiðlafræðingur þýðir og skrifar fréttir fyrir kínverska fréttasíðu sem fjallar um kínverska drauminn, velgengni kínverskra vara og ótrúlega hækkun verðbréfa.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.