
Staðfestir frásögn fyrrum starfsmanns Reykjabúsins: „Hef aldrei getað gleymt þessu“
Fyrrum starfsmaður Reykjabúsins í Mosfellsbæ segir frá því þegar fuglar voru drepnir með útblæstri úr bíl. Starfsmennirnir hafi borið grímur þegar hreinsað var til en það hafi engu bjargað, lyktin hafi smogið í gegn, sú viðbjóðslegasta sem hann hefur nokkurn tímann fundið.