Telur kaupfélagið taka lífsbjörgina af þorpinu: FISK segir upp viðskiptum við þrjú fyrirtæki
Íbúi á Skagaströnd skrifaði gagnrýna grein um útgerð Kaupfélags Skagfirðinga í héraðsfréttablaðið Feyki. Inntak greinarinnar var að útgerðin hefði ekki staðið við loforð gagnvart Skagstrendingum í tengslum við kaup á útgerð bæjarins, meðal annars frystitogaranum Arnari. Mánuði síðar var viðskiptum við þrjú fyrirtæki á Skagaströnd sagt upp.
FréttirFestismálið og fjárfestingar lífeyrissjóðanna
92728
Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
Almenningshlutafélagið Festi, sem er í meirihlutaeigu lífeyrissjóða, keypti þriggja ára gamalt raforkusölufyrirtæki með tvo starfsmenn á 850 milljónir króna. Stofnandi og stærsti hluthafi fyrirtækisins er Bjarni Ármannsson sem tengist forstjóra Festis, Eggerti Þór Kristóferssyni, og stjórnarformanninum, Þórði Má Jóhannessyni, nánum böndum.
FréttirHlutabótaleiðin
1491.023
Á meðan eitt fyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga nýtti hlutabótaleiðina vill annað bætur fyrir kvóta
Kjötvinnsla Kaupfélags Skagfirðinga setti starfsmenn á hlutabætur í síðasta mánuði. Eiginfjárstaða kaupfélagsins er 35 milljarðar og á félagið eina stærstu útgerð landsins.
FréttirMakríldómsmál
100693
Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð
Útgerðararmur Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, FISK Seafood, er annar stærsti hluthafi Vinnslustöðvairnnar sem vill skaðabætur frá íslenska ríkinu út af úthlutun á makrílkvótum 2011 til 2018. Útgerðarfélag Kaupfélagsins hóf sjálft makrílveiðar á grundvelli reglugerðanna sem Vinnslustöðin vill fá skaðabætur út af.
Fréttir
24197
Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir
Samherji styrkti Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Vinstri græna alla á síðasta ári. Kaupfélag Skagfirðinga sem á Fisk Seafood gerði slíkt hið sama. Öll helstu sjávarútvegsfyrirtækin á listum yfir styrkveitingar.
FréttirÚtboð í Leifsstöð
742
Seldi í Leifsstöð fyrir 67 milljónir eftir umdeilt útboð ríkisfyrirtækis
Ársreikningar eignarhaldsfélags sem hefur stundað viðskipti með hlutabréf fyrirtækja í Leifsstöð sýna verðmætin sem liggja undir í rekstrinum. Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, leitar enn réttar síns út af útboðinu í Leifsstöð 2014.
FréttirFjölmiðlamál
60284
Útgerðirnar hafa tapað 700 milljónum á Morgunblaðinu á tveimur árum
Kaupfélag Skagfirðinga bætti við hlut sinn í Morgunblaðinu í fyrra. Forstjóra Samherja fannst jákvætt að hafa tapað 325 milljónum á Mogganum því að eigendurnir höfðu áhrif á samfélagsumræðuna.
FréttirTekjulistinn 2019
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri KS hafði rúmar 78 milljónir króna í tekjur á síðasta ári. Langstærstur hluti teknanna voru launatekjur.
MenningKaupfélagið í Skagafirði
Sagan af þögguninni um „mafíuna“ í Skagafirði
Leikstjóri kvikmyndarinnar Héraðssins, Grímur Hákonarson, bjó á Sauðárkróki í nokkrar vikur og safnaði sögum frá Skagfirðingum um Kaupfélag Skagfirðinga þegar hann vann rannsóknarvinnu fyrir myndina. Sagan segir frá því hvenig það er að búa í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem íbúarnir eiga nær allt sitt undir kaupfélaginu á staðnum.
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2018
Urgur í kúabændum vegna styrks til Eyþórs
„Þessi styrkveiting hefur ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil,“ skrifar Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar.
FréttirKaupfélagið í Skagafirði
Þórólfur greiðir sér út 60 miljóna arð eftir viðskipti tengd kaupfélaginu
Þórólfur Gíslason og tveir aðrir stjórnendur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) stunduðu arðbær viðskipti með hlutabréf í útgerðarfélagi KS, FISK-Seafood. Árið 2016 tók fjárfestingarfélag Þórólfs við eignum fyrirtækisins sem stundaði viðskiptin. Þórólfur hefur tekið 240 milljóna króna arð út úr félagi sínu.
FréttirKaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki
Leynd yfir láni sem hvílir á kúabúi föður félagsmálaráðherra
Rúmlega 500 milljóna króna skuldir hvíla á kúabúi Daða Einarssonar, föður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Meðal lánanna eru 50 milljónir króna frá ótilgreindum handhafa. Þórólfur Gíslason hjá KS hefur beitt sér fyrir því að Ásmundur Einar Daðason verði valdamaður og ráðherra í Framsóknarflokknum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.