Katrín Jakobsdóttir
Aðili
Forsætisráðherra fagnar því að siðanefnd taki Klaustursmálið fyrir

Forsætisráðherra fagnar því að siðanefnd taki Klaustursmálið fyrir

·

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að forsætisnefnd Alþingis skuli fjalla um Klaustursupptökurnar sem mögulegt siðabrotamál. Leitað verður ráðgefandi álits siðanefndar Alþingis.

Ríkisstjórn Katrínar óvinsælli en stjórn Jóhönnu

Ríkisstjórn Katrínar óvinsælli en stjórn Jóhönnu

·

Þegar ár er liðið frá myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, hefur stuðningur við hana fallið um tæp 30 prósentustig. Vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði meiri stuðning en stjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir jafnlangan tíma frá myndun.

Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

·

Fyrrverandi hæstaréttardómari kallar eftir því að embættismönnum í seðlabankanum verði vikið frá störfum fyrir að hafa skaðað „starfandi atvinnufyrirtæki í landinu“.

Forsætisráðherra „áhrifavaldur“ með dulda auglýsingu

Forsætisráðherra „áhrifavaldur“ með dulda auglýsingu

·

Formaður Viðreisnar spurði á Alþingi hvort forsætisráðherra muni auglýsa fullveldisbjór og fullveldiskleinur eins og MS mjólk í þinghúsinu. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa tekið þátt í ótal viðburðum og að hún feli sig ekki bak við afmælisnefndina.

Framkvæmdastjóri Örnu segir MS eiga greiðan aðgang að opinberum aðilum

Framkvæmdastjóri Örnu segir MS eiga greiðan aðgang að opinberum aðilum

·

Afmælisnefnd fullveldis Íslands þvertekur fyrir að athöfn í Alþingishúsinu þar sem forsætisráðherra voru afhentar mjólkurfernur MS hafi verið auglýsing. Samkeppnisaðili segist ekki viss um að önnur einkafyrirtæki fengju sömu umfjöllun.

Alþingi leyfði forsætisráðherra að auglýsa MS mjólk í þinghúsinu

Alþingi leyfði forsætisráðherra að auglýsa MS mjólk í þinghúsinu

·

Skrifstofustjóri Alþingis segir að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki brotið reglur þegar fulltrúar MS afhentu henni nýjar mjólkurfernur í anddyri þinghússins. Ekki hafi verið um vöruauglýsingu að ræða, heldur atburð í tengslum við fullveldisafmæli Íslands.

Bjarni Benediktsson vill „eyða óvissu“ um rekstur laxeldisfyrirtækis vinar síns

Bjarni Benediktsson vill „eyða óvissu“ um rekstur laxeldisfyrirtækis vinar síns

·

Fjarðalax, annað af fyrirtækjunum sem missti nýlega starfsleyfi sitt í laxeldi, er að hluta í eigu Einars Arnar Ólafssonar, vinar og stuðningsmanns Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Bjarni segir að „bregðast þurfi hratt við“ og bæta úr ágöllum í ferli málsins.

Þetta vill ríkisstjórnin gera

Þetta vill ríkisstjórnin gera

·

Ríkisstjórnin boðar fjölda lagabreytinga og þingsályktunartillagna á 149. löggjafarþingi sem nú er farið af stað. Stundin tók saman helstu mál hvers ráðherra eins og þau birtast í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.

Vaxtabætur lækka áfram á fjárlögum

Vaxtabætur lækka áfram á fjárlögum

·

Útgjöld vegna vaxtabóta lækka um 600 milljónir milli ára. 3,4 milljarðar króna er lægsta upphæð vaxtabóta síðan kerfið var sett á fót, en minna var greitt í ár en áætlað hafði verið.

Ríkisstjórnin hættir við að afnema virðisaukaskatt af bókum

Ríkisstjórnin hættir við að afnema virðisaukaskatt af bókum

·

Flokksráð Vinstri grænna fagnaði fyrirhuguðu afnámi bókaskattsins með lófaklappi þann 29. nóvember 2017 en nú hafa áformin verið lögð á hilluna.

Katrín segir meðaltal hækkana kjararáðs í samræmi við aðra í samfélaginu

Katrín segir meðaltal hækkana kjararáðs í samræmi við aðra í samfélaginu

·

Laun æðstu stjórnenda ríkisins hækkuðu umfram laun dómara samkvæmt ákvörðunum kjararáðs. Með frystingu launa þeirra allra muni meðaltal þeirra verða sambærilegt almennri launaþróun, segir forsætisráðherra.

Lögfræðingur ASÍ segir ummæli forsætisráðherra „röng og villandi“

Lögfræðingur ASÍ segir ummæli forsætisráðherra „röng og villandi“

·

Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið rangt með mál í Kastljósi RÚV í gær varðandi frystingu launa þeirra sem féllu undir Kjararáð.