
Jón Óttar yfirheyrður í Samherjamálinu í Namibíu og er kominn með réttarstöðu sakbornings
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaðurinn, Jón Óttar Ólafsson, var sendur til Namibíu, að sögn Samherja, til að skoða rekstur fyrirtækisins þar í landi. Hann átti í samskiptum við mennina sem þáðu mútur frá Samherja í skiptum fyrir fiskveiðikvóta í Namibíu. Upplýsingafulltrúi Samherja segir að hann starfi ekki hjá félaginu í dag.