Tekjuhæsti Kópavogsbúinn: „Hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira“
Kári Stefánsson er skattakóngur Kópavogs 2020. Hann er þeirra skoðunar að eðlilegt hefði verið að hann borgaði að minnsta kosti 70 milljónum króna meira í skatta. Auka þurfi samneysluna með því að sækja fé til þeirra sem mikið eiga í stað þess að skattleggja hina fátæku.
FréttirVísindarannsóknir á heilbrigðissviði
Frumvarp sem getur bjargað mannslífum dagaði uppi í nefnd
Velferðarnefnd Alþingis vann ekkert með frumvarp Oddnýjar Harðardóttur um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Oddný segist ætla að leggja frumvarpið aftur fram en með því verður starfsmönnum heilbrigðisfyrirtækja gert kleift að láta fólk með lífshættulega sjúkdóma vita af því.
Pistill
Kári Stefánsson
Bréf til heilbrigðisráðherra Íslands
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ávarpar Svandísi Svavarsdóttur og gagnrýnir hana fyrir að taka þátt í að veitast að SÁÁ. Telur gagnrýnina markast af misskilningi á sósíalískri hugmyndafræði.
Fréttir
Kári segir hégóma Dags B. leggja félagshyggju hans að velli
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vandar borgarstjóra ekki kveðjurnar og segir tíma hans að kveldi kominn. Segir fjármunum ausið í skrípaleik og fáfengi meðan leikskólar séu fjársveltir.
FréttirPanamaskjölin
Kári útskýrir brot Sigmundar Davíðs og býður honum að flytja til Panama
Kára Stefánssyni ofbýður fullyrðing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Kastljósinu. Samkvæmt siðareglum þingmanna og ráðherra bar Sigmundi að upplýsa um hálfs milljarðs króna kröfu aflandsfélags sem hann og eiginkona hans stofnuðu í gegnum panamaíska lögfræðistofu með hjálp Landsbankans í Lúxemborg. „
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Kári um brjóstaskurðaðgerðirnar: „Það er verið að galopna á einkavæðingu íslensks heilbrigðiskerfis“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hafnaði samvinnu við Klíníkina vegna kvenna með BRAC-stökkbreytinguna árið 2014. Kára hugnaðist ekki að einkafyrirtæki myndi ætla að framkvæma fyrirbyrggjandi skurðaðgerðir á konum sem eru arfberar fyrir stökkbreytinguna sem valdið getur krabbameini. Nú hefur Klíníkin hins vegar fengið leyfi til að gera fyrirbyggjandi aðgerðir á konum með BRAC-stökkbreytinguna.
Fréttir
Landlæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vara við stefnu ríkisstjórnarinnar
Birgir Jakobsson landlæknir segir að aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu ógni öryggi sjúklinga. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ríkisstjórnina skapa rekstrargrundvöll fyrir einkarekstur með fjársveltu heilbrigðiskerfi.
Viðtal
Syndaaflausn Kára Stefánssonar
„Ég er hvatvís óþverri,“ segir Kári Stefánsson, en barátta hans fyrir hjálp til þeirra veikustu bendir til annars. Kári segir frá sögunni sem hann hefur að segja heiminum. Hann ræðir um genetískar tilhneigingar, heilann sem er hann, hjarta hans sem hneigist erfðafræðilega til þess að vanstillast og rangindin sem felast í því að hann er auðmaður á meðan systir hans dregur varla fram lífið af kennaralaunum. Hann segir líka frá stærstu eftirsjánni, sem leiðir af mestu sigrunum.
Fréttir
Læknar og læknanemar gagnrýna áherslur stjórnarflokkanna
Forseti læknadeildar HÍ segir að framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins „ætti að verða til þess að enginn undir þrítugu kjósi slíka flokka“. Kári Stefánsson safnar liði og lækna- og hjúkrunarfræðinemar gagnrýna námslánafrumvarp Illuga Gunnarssonar harðlega.
FréttirRíkisfjármál
Árni Páll segir Kára kominn ofan í holu
„Ef maður er kominn í holu er best að hætta að moka,“ skrifar Árni Páll. „Við tókum ekki fé úr ríkissjóði til að fjármagna stofnefnahagsreikning banka - þvert á móti var ákveðið að láta erlenda kröfuhafa um að leggja fram það fé í tveimur af þremur bönkum.“
Pistill
Kári Stefánsson
Kári Stefánsson: Svar við athugasemdum Jóhönnu
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir ríkisstjórnina hafa sett jarðgöng og efnahagsreikning bankanna framar heilbrigðiskerfinu.
FréttirWintris-málið
Kári kallar eftir afsögn Sigmundar Davíðs
Kári Stefánsson sakar Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um landráð og innherjaviðskipti. Hátt í níu þúsund manns hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð láti af störfum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.