Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu meðhöndlunar hjá honum. Alls kærðu fimmtán konur Jóhannes fyrir kynferðisbrot.
FréttirMeðhöndlari kærður
733
Jóhannes hafnar ásökunum fjölda kvenna: „Sannleikurinn kemur í ljós“
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson hafnar því að hafa framið þau brot sem hann er ákærður fyrir og segir konurnar ljúga. Þegar hann var inntur eftir því hvort hann hefði brotið á öðrum konum skellti hann á.
FréttirMeðhöndlari kærður
125749
„Hann heilaþvoði mig algjörlega“
Frænka Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar kærði hann árið 2018 fyrir ítrekuð kynferðsbrot gegn sér, frá 15 ára aldri og þar til hún var orðin 19 ára. Í skýrslutökum lýsir hún því hvernig Jóhannes hafi brotið margoft á henni í félagi við fjölda annarra karlmanna og hvernig hann hafi átt frumkvæði að þeim brotum. Þá ber hún að Jóhannes hafi einnig brotið á henni þegar hann veitti henni hnykkmeðferð líkt og á annan tug kvenna kærði hann fyrir.
FréttirMeðhöndlari kærður
2272.260
Fann fyrir mikilli sektarkennd vegna hinna kvennanna
Ragnhildur Eik Árnadóttir kærði Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega í tvígang. Hún er óánægð með vinnubrögð lögreglu við rannsókn málsins og óar við því að Jóhannes sé enn að meðhöndla ungar konur. Það að fjöldi kvenna lýsi sams konar brotum af hálfu Jóhannesar hljóti að eiga að hafa eitthvað að segja við málsmeðferðina.
FréttirMeðhöndlari kærður
53208
Fjöldi kvenna lýsir ítrekuðum og alvarlegum kynferðisbrotum Jóhannesar
Fimmtán konur kærðu Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot sem samkvæmt vitnisburði áttu sér stað allt frá árinu 2005 og til ársins 2017. Yngsta stúlkan var aðeins 14 ára þegar hún kærði Jóhannes. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjórar nauðganir. Þrjár kvennanna sem kærðu Jóhannes stíga fram í Stundinni og segja sögu sína. Sjálfur neitar hann að hafa brotið gegn konunum og segir þær ljúga.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.