Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Víða í atvinnulífinu er skortur á starfsfólki og helmingur stærstu fyrirtækja segir illa ganga að manna störf. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að auðvelda eigi greininni að byggja aftur upp tengsl við erlent starfsfólk sem glötuðust í faraldrinum.
ViðtalFramtíðin sem þau vilja
„Stærra bótakerfi tekur ekki á vandanum“
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stærra bótakerfi ekki leysa neinn vanda heldur þurfi að fjölga störfum til að stoppa í fjárlagagatið.
FréttirCovid-19
Veitingamenn skoða málsókn á hendur ríkinu
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa fengið lögmenn til að kanna möguleika á að sækja bætur á hendur hinu opinbera vegna takmarkana á rekstri þeirra í tengslum við sóttvarnir. Þær takmarkanir segja veitingamenn að séu ígildi lokunar en án þess að bætur komi fyrir. „Greininni er í raun bara að blæða út,“ segir Jóhann Örn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Gleðipinna.
ÚttektCovid-19
Gjaldþrotahrinan er yfirvofandi
Um 63 þúsund manns eru ýmist atvinnulaus eða á hlutabótum. Ekki er vitað hversu margir eru að vinna uppsagnarfrest. Fyrirtæki í landinu róa lífróður en hrina gjaldþrota hefur enn ekki riðið yfir. Það er þó aðeins tímapursmál hvenær það gerist, og þá einkum í ferðaþjónustu og verslun.
FréttirCovid-19
Ferðabann ESB hafi „skelfileg áhrif“ á ferðaþjónustuna
Ferðalög til landa Evrópusambandins verða takmörkuð næsta mánuðinn. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir bannið á skjön við þá stefnu sem hefur verið mörkuð.
GreiningUppgjörið við uppgjörið
Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
InDefence-hópurinn svokallaði beitti þjóðernislegri orðræðu í áróðursstríði við Breta, að mati Markúsar Þórhallssonar sagnfræðings. Sótt var í 20. aldar söguskoðun um gullöld og niðurlægingartímabil Íslendingasögunnar. 83 þúsund manns skrifuðu undir „Icelanders are not terrorists“-undirskriftalistann og hópurinn orsakaði fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýðveldistímans.
FréttirStjórnmálaflokkar
Jóhannes: Einungis „getgátur“ að Sigmundur njóti ekki stuðnings í þingflokknum
Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar gagnrýnir fréttaflutning Vísis af stöðu formannsins.
FréttirWintris-málið
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, fjallar um samskipti sem hann átti við Jóhannes Kr. Kristjánsson og sjónvarpsmenn hjá sænska ríkissjónvarpinu í aðdraganda heimsfrægs viðtals við fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segir farir sínar ekki sléttar.
RannsóknWintris-málið
Sautján rangfærslur og tilraunir Sigmundar til að afvegaleiða umræðuna
Forsætisráðherra hefur gert margar tilraunir til að afvegaleiða umræðuna um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris Inc. í skattaskjólinu á Tortóla.
PistillMótmæli
Bragi Páll Sigurðarson
Knúsumst á Austurvelli
Pistlahöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson fór í göngutúr um borgina í morgun. Tók hann púlsinn á hinum almenna borgara, knúsaði Jóhannes Þór, aðstoðarmann forsætisráðherra og bjó sig andlega undir hasarinn sem framundan er.
FréttirFjölmiðlamál
Notfærði sér hliðarsjálf huldumanns Hringbrautar
Pistlahöfundur Hringbrautar, Ólafur Jón Sívertsen, er ekki til sem sá sem hann segist vera. Sjónvarpsstjóri Hringbrautar segir að um sé að ræða tilbúinn karakter sem þjóðþekktur maður skrifar í gegnum. Um helgina bjó einhver til aðganga fyrir hliðarsjálfið á samfélagsmiðlum og byrjaði að tjá sig í hans nafni.
FréttirLoftslagsbreytingar
Sigmundur meinti ekki það sem hann sagði á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna
Ísland hefur ekki skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Sigmundur Davíð hélt því samt fram á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.