Ísland
Svæði
120 starfsmenn Samherja sagðir skildir eftir í óvissu með lifibrauð sitt

120 starfsmenn Samherja sagðir skildir eftir í óvissu með lifibrauð sitt

Samherjaskjölin

Togari Samherji í Namibíu hélt ekki til veiða í Namibíu á miðvikudaginn. 120 starfsmenn í Namibíu eru í óvissu um framtíð sína. Þeir fengu sms um að fjarlægja eigur sínar úr togaranum sem farinn er af landi brott.

Falskenningin um foreldrafirringu

Gabríela B. Ernudóttir og Sigrún Sif Jóelsdóttir

Falskenningin um foreldrafirringu

Forsvarskonur Lífs án ofbeldis segja að ríkisvaldinu sé misbeitt gagnvart íslenskum börnum. Notast sé við óvísindalegar kenningar og staðleysu þegar úrskurðað er í umgengismálum.

Kristín ekki hæf til að verða ríkislögreglustjóri

Kristín ekki hæf til að verða ríkislögreglustjóri

Kristín Jóhannesdóttir, sem sótt hefur um stöðu ríkislögreglustjóra, hlaut árið 2013 þriggja mánaða fangelsisdóm í skattahluta Baugsmálsins. Í lögreglulögum segir að ríkislögreglustjóri megi ekki hafa hlotið fangelsisdóm

Samherji hefur farið í hring í málsvörn sinni á tveimur mánuðum

Samherji hefur farið í hring í málsvörn sinni á tveimur mánuðum

Samherjaskjölin

Útgerðarfélagið Samherji hóf málsvörn sína í mútumálinu í Namibíu á að segja að lögbrot hafi átt sér stað en að þau hafi verið Jóhannesi Stefánssyni einum að kenna. Þegar sú málsvörn gekk ekki upp hafnaði Björgólfur Jóhannsson því að nokkur lögbrot hafi átt sér stað. Svo tilkynnti Samherji um innleiðingu nýs eftirlitskerfis út af misbrestum á starfsemi félagsins í Namibíu og virtist þannig gangast við sekt að einhverju leyti.

Fjármálafyrirtæki greiddu laun dagskrárgerðarmanna RÚV

Fjármálafyrirtæki greiddu laun dagskrárgerðarmanna RÚV

Þættir fyrir ungt fólk um fjármál á RÚV Núll voru unnir í samstarfi við samtök fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Bankastarfsmenn voru viðmælendur, en ekki titlaðir sem slíkir. Ekki var um kostun að ræða, að sögn RÚV, og forræði og ábyrgð RÚV á efnistökum algert.

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Stefán Eiríksson, nýráðinn útvarpsstjóri, þótti mælskur þegar á unglingsárum. Var valinn ræðumaður Íslands í úrslitakeppni Morfís árið 1989. „Þegar ég er orðinn gamall maður bíður mín það erfiða hlutskipti að færa barnabarni mínu þessa rós.“

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Stjórn Ríkisútvarpsins samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að ráða Stefán.

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Listafólk sem koma átti til Íslands frá Kína kemst ekki úr landi vegna smithættu. Yfir hundrað eru látnir og á fimmta þúsund eru smitaðir. Fjögur tilvik eru staðfest í Evrópu en ekkert hér á landi.

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Nýjum reglum um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa hefur ekki verið vísað til afgreiðslu borgarstjórnar. Málið hefur verið mikið til umræðu vegna afskrifta Samherja á stórum hluta láns til Eyþórs Arnalds vegna kaupa á hlut í Morgunblaðinu.

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær fjárhagslegan stuðning frá sama sjóði í Bandaríkjunum og Edward Snowden og Chelsea Manning. Wikileaks er einn af stofnendum sjóðsins og segir ritstjóri síðunnar, Kristinn Hrafnsson, að Jóhannes sé í „þröngri stöðu“.

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Samherjaskjölin

Deilur Samherja og viðskiptafélaga þeirra í Namibíu um togarann Heinaste eru í hnút. Samherji segir líklegt að togarinn verði ekki seldur úr landi heldur leigður út. Íslenska útgerðin er föst í Namibíu í bili, gegn eigin vilja.

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Hollywood-stjörnur leika íslenska tónlistarmenn í kvikmynd Will Ferrell sem væntanleg er á árinu. Nöfn íslensku persónanna hafa þó vakið furðu á samfélagsmiðlum.