Ísland
Svæði
Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða  frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“

Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“

Opinbera eftirlitsstofnunin Matvælastofnun (MAST) styðst við upplýsingar frá laxeldisfyrirtæki sem það hefur eftirlitsskyldu með en gerir ekki sjálfstæða greiningu. Arnarlax hefur glímt við alvarlegt ástand í sjókvíum sínum í Arnarfirði en Matvælastofnun hefur ekki haft sjálfstætt eftirlit með þeim atburðum.

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, telur ekki að lög hafi verið brotin í Braggamálinu, þrátt fyrir niðurstöðu skýrslu borgarskjalavarðar þar sem því er haldið fram.

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

„Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól,“ segja kennarar í Hlíðaskóla í áskorun til dómsmálaráðherra vegna þess að transstrákurinn Maní frá Íran verður fluttur úr landi á mánudag.

Aftakaveður með tjóni víða um land

Aftakaveður með tjóni víða um land

Bílar fjúka, bátar sökkva og þök flettast af. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann í Hvalfirði. Rafmagn hefur farið af á suðurlandi og vesturlandi og vegir eru víða lokaðir.

Kjarabarátta þeirra lægst launuðu

Jóhann Geirdal

Kjarabarátta þeirra lægst launuðu

Jóhann Geirdal

Jóhann Geirdal Gíslason segir það ekki eiga að vera áhyggjuefni þeirra sem lægst launin hafa hvort of lítill munur sé á þeim og öðrum sem hærri laun hafa.

Starfsmenn fjármálafyrirtækja kenna fjármál í grunnskólum

Starfsmenn fjármálafyrirtækja kenna fjármál í grunnskólum

Um helmingur grunnskólanema fær kennslu í fjármálum frá starfsmönnum fjármálafyrirtækja, sem leggja einnig til námsbækur. Skólarnir bera ábyrgð á kennslu í fjármálalæsi samkvæmt viðmiðum í aðalnámskrá.

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna

Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að blekkja almenning varðandi alvarleika COVID-19 kórónaveirunnar. Hún heldur því fram að dánartíðni sé tólf sinnum hærri en upplýsingar Alþjóða heilbriðgðismálastofnunarinnar segja til um.

Mögulegt að Samherji hafi ekki veitt DNB fullnægjandi svör um mútugreiðslur

Mögulegt að Samherji hafi ekki veitt DNB fullnægjandi svör um mútugreiðslur

DNB, stærsti banki Noregs, lokaði á Samherja í kjölfar eigin rannsóknar á viðskiptum félagsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir að Samherji hafi þá þegar flutt viðskipti sín, en neitar að segja hvert viðskiptin hafi verið flutt. „Svör okkar voru fullnægjandi að okkar mati,“ segir hann.

Skuld Secret Solstice við borgina greidd að fullu

Skuld Secret Solstice við borgina greidd að fullu

Reykjavíkurborg styrkir tónlistarhátíðina Secret Solstice um 8 milljónir í ár. Nýir rekstraraðilar eru tengdir þeim fyrri, sem hljómsveitin Slayer hefur stefnt. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi segist tilbúin í málaferli vegna ummæla sinna um rekstraraðilana.

Telur lífi trans barna ógnað

Telur lífi trans barna ógnað

Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir að foreldrar trans barna séu sum hver með börnin sín á sjálfsvígsvakt og séu mjög skelfd um þau eftir að þjónustuteymi Barna- og unglingageðdeildar var lagt niður.

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Samherjaskjölin

Mikil umræða hefur verið í Noregi um að efnahagsbrotadeildin Ökokrim geti ekki sinnt eftirlits- og rannsóknarhlutverki sínu. Deildin hefur Samherjamálið til rannsókna út af mögulegu peningaþvætti í gegnum DNB. Svipuð gagnrýni hefur verið uppi á Íslandi.

Kvennaathvarfið að hefja byggingu leiguhúsnæðis

Kvennaathvarfið að hefja byggingu leiguhúsnæðis

Konur sem hafa dvalið í Kvennaathvarfinu geta leigt á viðráðanlegu verði meðan þær koma undir sig fótunum. Sérstaklega er hugað að öryggisþáttum og byggt í nágrenni við lögreglustöð auk þess sem lögregla mun veita konunum sérstaka vernd.