Íran
Svæði
Stríðsástand við Persaflóa

Stríðsástand við Persaflóa

·

Ný stríðsátök við Persaflóa virðast nánast óhjákvæmileg eftir skæðar árásir á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu. Árásirnar drógu verulega úr framleiðslugetu og hækkuðu strax heimsmarkaðsverð olíu. Írönum er kennt um og Trump Bandaríkjaforseti segist aðeins bíða eftir grænu ljósi frá Sádum til að blanda sér í átökin.

Krónprins bin Ladens

Krónprins bin Ladens

·

Bandarísk yfirvöld hafa heitið einni milljón dollara í fundarlaun fyrir upplýsingar um dvalarstað Hamza bin Laden en hann er sonur og arftaki hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden. Óttast er að hann sé að endurskipuleggja og efla al Kaída-samtökin á ný en Hamza á að baki erfiða og skrautlega æsku sem markaðist mjög af blóðþorsta föður hans og staðfestu móður hans.

Skólafélagar og kennarar berjast fyrir Zainab

Skólafélagar og kennarar berjast fyrir Zainab

·

Það var tilfinningaþrungin stund í Hagaskóla í gær, þegar Zainab Safari, fjórtán ára stelpa frá Afganistan, lýsti lífi sínu fyrir skólafélögum sínum og kennurum. Réttindaráð Hagaskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er mótmælt harðlega að vísa eigi Zainab, móður hennar og litla bróður, úr landi.

Næturnar voru algert helvíti

Næturnar voru algert helvíti

·

Í nokkur ár hafa Bjarni Klemenz og Eshan Sayed Hoseiny, eða Eshan Ísaksson, spilað saman fótbolta. Þegar Bjarni tók Eshan tali kom í ljós að hann fær bæði sektarkennd og martraðir vegna þess sem gerðist þegar hann varð sendisveinn smyglara í Tyrklandi. Sjálfur hafði hann verið svikinn á flóttanum, eftir að hafa farið fótgangandi frá Íran yfir landamærin til Tyrklands með litla bróður sínum.

Fyrir hverja barðist Haukur Hilmarsson?

Illugi Jökulsson

Fyrir hverja barðist Haukur Hilmarsson?

Illugi Jökulsson
·

Illugi Jökulsson hefur alltaf borið djúpa virðingu fyrir sjálfstæðisþrá og þolgæði Kúrda.

Ástin beygði valdið

Ástin beygði valdið

·

Amir Shokrgoz­ar og Jó­hann Emil Stef­áns­son gengu í hjónaband á Ítalíu í nóvember síðastliðnum og í desember fékk Amir loksins að snúa aftur heim til Íslands, rúmum tíu mánuðum eftir að honum var vísað úr landi með lögreglufylgd. Þeir líta björtum augum á framtíðina og eru þakklátir öllum þeim sem hafa veitt þeim hjálparhönd.

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

·

Amir giftist íslenskum unnusta sínum á dögunum. Nú þurfa þeir að selja bílinn sinn til þess að greiða íslenskum yfirvöldum kostnaðinn við að flytja hann nauðugan úr landi.

Þegar hungur er eina vopnið

Þegar hungur er eina vopnið

·

Ramazan Fayari segist heldur vilja deyja á Íslandi, en að vera sendur aftur til Afganistan þar sem þjóðarbrot hans sætir ofsóknum og árásum. Hann hefur nú verið í hungurverkfalli í mánuð. Ísland heldur áfram að beita Dyflinnarreglugerðinni þrátt fyrir að fyrir liggi að evrópsk stjórnvöld hyggist áframsenda viðkomandi til Afganistan þar sem stríðsátök hafa færst í aukana undanfarin ár.

„Hún fái betra líf en ég“

„Hún fái betra líf en ég“

·

Abrahim átti að vera sendur aftur til Afganistan, þar sem hann hafði átt vonda æsku undir harðræði og ofbeldi talibana, sem myrtu fólk af ættbálki hans. Hann kom því til Íslands í þeirri von að dóttir hans fengi betra líf en hann sjálfur.

Biður Sigríði Andersen að koma samkynhneigðum flóttamanni til bjargar

Biður Sigríði Andersen að koma samkynhneigðum flóttamanni til bjargar

·

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, segir galið að Amir Shokrgozar, maður sem eigi líf og fjölskyldu á Íslandi, geti endað á götunni á Ítalíu eða jafnvel tekinn af lífi í Íran. Hann biðlar til Sigríðar Andersen að grípa í taumana.

„Nú er kominn tími til að hrópa sem mest“

„Nú er kominn tími til að hrópa sem mest“

·

Ástæða er til að óttast afleiðingar af ákvörðun Trump um að banna fólki frá vissum löndum að koma til Bandaríkjanna, segir Magnús Bernharðsson, prófessor í Miðausturlandafræðum. Nú þurfi menn eins og hann, hvítir miðaldra karlmenn í forréttindastöðu, fræðimenn við virta háskóla sem hafa það hlutverk að upplýsa og miðla þekkingu, að rísa upp. Hann er í hlutverki sálusorgara gagnvart nemendum og nágrönnum og segir að múslimar upplifi sig víða einangraða og réttlausa.

Íslenskum ríkisborgara vísað úr vél WOW air vegna tilskipunar Trumps

Íslenskum ríkisborgara vísað úr vél WOW air vegna tilskipunar Trumps

·

Íþróttamaður með íslenskt ríkisfang á leið á mót í Bandaríkjunum var beðinn að yfirgefa vél WOW air vegna þess að hann fæddist í Íran. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta myndi gerast fyrir mig,“ segir hann.