Hvert áfallið á fætur öðru hindraði útgáfu bókarinnar
Meðganga Bókarinnar um það sem foreldrar gera þegar börn eru sofnuð var löng því að ýmsar erfiðar hindranir urðu á leið Lindu Loeskow sem myndskreytti söguna. Hún glímdi við erfið veikindi og stóð óvænt uppi ein og ólétt. Hún neyddist í kjölfarið til að flytja frá Íslandi til að geta séð sér og dóttur sinni farborða. Heiðrún Ólafsdóttir, skapari sögunnar, segir að hún sé margslungin, dálítið draugaleg og það örli á hræðsluáróðri en líka skandinavísku raunsæi.
FréttirBlóðmerahald
Starfshópur skoðar íslenskt blóðmerahald
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að fá fulltrúa Siðfræðistofnunar og Matvælastofnunar til að skoða ýmsa anga blóðmerahalds á Íslandi. Bann við slíkri starfsemi er til umræðu í þinginu. Framkvæmdastjóri Ísteka er ósáttur og segir greinargerð frumvarps ekki svaraverða.
Fréttir
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
Í meira en hálfa öld hefur Valdi safnað föllnum hjólkoppum, gert við þá og sellt þá til endurnýtingar. Hann heldur ótrauður áfram, þrátt fyrir kreppu í bransanum og þótt hann hafi ekki fengið neina Covid-styrki. Valdi og bróðir hans lýsa lífinu í „jaðarsamfélaginu“ við mörk Reykjavíkur, sem nú er að ganga í endurnýjun lífdaga.
FréttirCovid-19
1
Álag á bráðamóttöku rakið til þess að fólk hafi ekki leitað læknis í faraldrinum
Líkur eru taldar á að eitt af því sem veldur nú miklu álagi á bráðamóttöku Landspítala sé að fólk hafi forðast að leita sér lækninga við ýmsum kvillum vegna Covid-faraldursins. Mikil fækkun á komum eldra fólks á bráðamóttöku á síðasta ári rennir stoðum undir þá kenningu.
Úttekt
2
Mál Megasar fellt niður án frekari rannsóknar
Bergþóra Einarsdóttir tilkynnti meint brot Megasar og Gunnars Arnar til lögreglu strax árið 2004, en gögnin fundust ekki aftur í málaskrá lögreglu. Árið 2011 lagði hún fram formlega kæru en frekari rannsókn fór aldrei fram, þeir voru aldrei kallaðir fyrir og málið fellt niður þar sem það var talið fyrnt, enda skilgreint sem blygðunarsemisbrot. Niðurstaðan var kærð til ríkissaksóknara sem taldi málið heyra undir nauðgunarákvæðið en felldi það einnig niður á grundvelli einnar setningar.
Fréttir
Óskýr samningur og ófullnægjandi eftirlit með Init
Lífeyrissjóðirnir hefðu átt að sinna eftirliti sínu með samningi um rekstur hugbúnaðarkerfisins Jóakims betur. Samningurinn sem sjóðirnir gerðu um reksturinn við fyrirtækið Init var heldur ekki nógu skýr. Þetta er mat endurskoðendafyrirtækisins EY sem var ráðið til að yfirfara viðskiptasamband Init og lífeyrissjóðanna.
Fréttir
2
Skora á Katrínu að axla ábyrgð og segja af sér
Stjórnarskrárfélagið „fordæmir framgöngu Alþingis gagnvart lýðræðinu“ og vill að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra axli ábyrgð á því að hafa staðfest niðurstöður þingkosninga „þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum“.
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
2
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
Menningarmál og viðskipti fara í sama ráðuneyti, og menntamálin klofna í tvö ráðuneyti. Guðlaugur Þór Þórðarson úr Sjálfstæðisflokki verður umhverfisráðherra í stað Guðmundar Inga Guðbrandssonar úr Vinstri grænum. Orkumálin verða færð undir umhverfisráðherra.
Viðtal
Tími margröddunar
Ljóðasafnið Pólífónía sýnir að bókmenntir nýrra Íslendinga standa með miklum blóma. Skáldin Ana Mjallhvít Drekadóttir, Jakub Stachowiak og Natasha Stolyarova segja að tími fjölbreytninnar sé runninn upp og skora á íslenska útgefendur að svara kallinu.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki vilja bregðast við tölvupósti þar sem frambjóðandi flokksins er sakaður um að hafa brotið ítrekað á konum í gegnum tíðina. Hún segist ekki vita um hvað málið snýst og ætli því ekki að aðhafast. Hún segist þó hafa fengið ábendingu um sama mál nokkrum dögum fyrir kosningar. Mismunandi er eftir flokkum hvaða leiðir eru í boði til þess að koma á framfæri ábendingu eða kvörtun um meðlimi flokksins. Flokkur fólksins er til að mynda ekki með slíkar boðleiðir.
ÚttektSalan á Mílu
Salan á Mílu: Heitir því að selja fjarskiptavinnviði Íslands ekki til „óviðunandi eigenda“
Spurningar hafa vaknað um viðskipti Símans og franska fyrirtækisins Ardian með fjarskiptainnviðafyrirtækið Mílu. „Ég hef áhyggjur af þessu,“ segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Mílu, um mögulegt eignarhald ef Ardian selur aftur. „Ég sé ekki í fljóti bragði að þetta geti gengið upp,“ segir hann um fjárfestinguna. Í viðskiptunum verður til mikill söluhagnaður fyrir hluthafa Símans sem eru aðallega lífeyrissjóðir og landsþekktir fjárfestar í fyrirtækinu Stoðum, áður FL Group.
FréttirEndurvinnsla á Íslandi
7
Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir af sér
Laufey Helga Guðmundsdóttir, skipaður stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs af umhverfisráðherra, hefur sagt af sér. Alþingi óskaði eftir því að ríkisendurskoðun rannsakaði starfsemi sjóðsins. Sjóðurinn veltir milljörðum króna á ári hverju.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.