Fráfarandi formaður SÁÁ keypti vændisþjónustu af fíknisjúklingi
Einar Hermannsson, sem síðdegis sagði af sér formennsku í SÁÁ vegna vændismáls, keypti á árunum 2016 til 2018 vændisþjónustu af konu sem var í mikilli fíkniefnaneyslu og hafði verið og er núna skjólstæðingur SÁÁ. Stundin hefur undir höndum gögn sem staðfesta þetta.
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn
33
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur er eini heilbrigðisstarfsmaðurinn á Íslandi sem hefur verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í starfi. Lögreglurannsókn, ákæran, sem og málsmeðferðin, tóku mikið á Ástu sem lýsir meðferð málsins sem stríði. Þrátt fyrir að hafa hlotið sýknu í málinu hefur stríðið setið í henni, leitt hana á dimma staði þangað til að hún „missti allt úr höndunum“.
Leiðari
10
Jón Trausti Reynisson
Ekkert að þakka
Ef við fylgjum slóð fólksins, eignarinnar og peninganna sjáum við söguþráð Verbúðarinnar. Á sama tíma fara útgerðarmenn í auglýsingaherferð.
Fréttir
„Snjóflóð“ verðhækkana framundan
Verðbólgan í Bandaríkjunum er sú mesta frá árinu 1982. Enn mælist minni verðbólga á Íslandi, en það gæti breyst ef marka má orð forstjóra Haga, sem boðar hamfarir í verðhækkunum.
Greining
Rannsókn á um eitt þúsund heimilisofbeldismálum hætt síðustu tvö ár
Lögregla hætti rannsókn á rétt tæplega 700 af ríflega 1.100 heimilisofbeldismálum sem tilkynnt voru til lögreglu um land allt árið 2020 og fyrstu 10 mánuði síðasta árs hafði rannsókn á tæplega 400 heimilisofbeldismálum verið hætt. Þetta sýna gögn úr málaskrá lögreglu. Mikil fjölgun hefur orðið á tilkynningum um heimilisofbeldi undanfarin ár en lögreglumönnum ekki verið fjölgað í takt við það, segir lögregla.
GagnrýniMerking
2
Samfélag fellur á samkenndarprófi
Fríða Ísberg skrifaði dystópíska táknsögu.
Pistill
3
Þorvaldur Gylfason
Sannleikurinn um Sjálfstæðisflokkinn
Texti í dagblaði frá stríðsárunum sýnir að áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum þá speglast í gagnrýni á flokkinn í dag, að mati Þorvaldar Gylfasonar.
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
1
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er miðjusækin íhaldsstjórn, að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Gera á allt fyrir alla, að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síðasta kjörtímabili ganga aftur í sáttmálanum en annarra sér ekki stað.
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Það skiptir máli hver stjórnar
Forsætisráðherra varaði við bakslagi í jafnréttisbaráttu. Svo myndaði hún nýja ríkisstjórn þar sem jafnréttismálin enduðu í óvæntum höndum.
Menning
Hvert áfallið á fætur öðru hindraði útgáfu bókarinnar
Meðganga Bókarinnar um það sem foreldrar gera þegar börn eru sofnuð var löng því að ýmsar erfiðar hindranir urðu á leið Lindu Loeskow sem myndskreytti söguna. Hún glímdi við erfið veikindi og stóð óvænt uppi ein og ólétt. Hún neyddist í kjölfarið til að flytja frá Íslandi til að geta séð sér og dóttur sinni farborða. Heiðrún Ólafsdóttir, skapari sögunnar, segir að hún sé margslungin, dálítið draugaleg og það örli á hræðsluáróðri en líka skandinavísku raunsæi.
FréttirBlóðmerahald
Starfshópur skoðar íslenskt blóðmerahald
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að fá fulltrúa Siðfræðistofnunar og Matvælastofnunar til að skoða ýmsa anga blóðmerahalds á Íslandi. Bann við slíkri starfsemi er til umræðu í þinginu. Framkvæmdastjóri Ísteka er ósáttur og segir greinargerð frumvarps ekki svaraverða.
Fréttir
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
Í meira en hálfa öld hefur Valdi safnað föllnum hjólkoppum, gert við þá og sellt þá til endurnýtingar. Hann heldur ótrauður áfram, þrátt fyrir kreppu í bransanum og þótt hann hafi ekki fengið neina Covid-styrki. Valdi og bróðir hans lýsa lífinu í „jaðarsamfélaginu“ við mörk Reykjavíkur, sem nú er að ganga í endurnýjun lífdaga.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.