
„Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu“
Íslenska náttúran er miskunnarlaus, jafnvel gagnvart hörðustu nöglum, segir Ingvar E. Sigurðsson sem leikur styggan útivistarmann í nýjustu kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar, Volaða land. Myndin fjallar um tengsl Dana og Íslendinga og er frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem glamúrinn ríkir og leikararnir eru „skrauthanar“.