
Reykvísk fjölskylda hagnaðist um 2,5 milljarða á tæknilausnum í baráttunni við Covid-19
Inga Dóra Sigurðardóttir er skattadrottning Íslands. Hún hagnaðist um tæpa tvo milljarða á sölu á hlutabréfum í danska fyrirtækinu ChemoMetec, ásamt eiginmanni sínum, Berki Arnviðarsyni. Synir hennar tveir högnuðust báðir um tæpar 250 milljónir króna og eru á lista yfir 50 tekjuhæstu Íslendingana árið 2020.