Íbúðalánasjóður
Aðili
Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni

Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni

·

Nýjar ásakanir um kynferðislega áreitni bárust til rannsóknarfyrirtækis sem skoðaði mál Hermanns Jónassonar, núverandi forstjóra Íbúðalánasjóðs, fyrir hönd Arion banka árið 2011. Kona sem starfaði með Hermanni hjá Tali segir sögu sína í fyrsta sinn. Hermann segist hafa tekið líf sitt í gegn, að hann sé breyttur maður og harmar hann að hafa valdið annarri manneskju sársauka.

Ungt fólk flýr klær GAMMA og heldur sig í hreiðrinu

Ungt fólk flýr klær GAMMA og heldur sig í hreiðrinu

·

Stór leigufélög kaupa sífellt fleiri eignir og hækka leiguna um tugi prósenta. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm sextíu prósent á síðustu sex árum. Þá fjölgar íbúðum í útleigu til ferðamanna sem ýtir undir hátt leiguverð. Ungt fólk er að gefast upp; flytur úr borginni, inn á foreldra sína eða út fyrir landsteinana.

Sala Íbúðalánasjóðs á eignasöfnum ólögleg?

Sala Íbúðalánasjóðs á eignasöfnum ólögleg?

·

Sala Íbúðalánasjóðs á mörg hundruð íbúðum til fjárfestingafélaga hafa vakið mikla reiði fasteignasala. Enginn óháður eða sjálfstæður fasteignasali kom að sölu eignasafnanna sem voru metin á rúma ellefu milljarða þrátt fyrir að lög kveði á um aðkomu þeirra. Íbúðalánasjóður telur sig þó í fullum rétti með túlkun sinni á lögunum.

Íbúðalánasjóður á svig við lög með lánum til leigurisa

Íbúðalánasjóður á svig við lög með lánum til leigurisa

·

Í lögum um húsnæðismál er Íbúðalánasjóði aðeins heimilt að lána til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þrátt fyrir það lánaði sjóðurinn rúma tvo milljarða til fjárfesta sem keyptu yfir 600 íbúðir.

Íbúðalánasjóður neitar staðfastlega að veita upplýsingarnar

Íbúðalánasjóður neitar staðfastlega að veita upplýsingarnar

·

Ríkisstofnunin gefur ekki upp kaupverð tæplega 90 íbúða í Reykjanesbæ sem fasteignafélagið Tjarnarverk keypti. Stofnunin segir upplýsingarnar snúast um fjárhagsmálefni kaupanda og því megi ekki opinbera þær. Tjarnarverk hefur verið til umræðu í fjölmiðlum vegna hækkunar leigufélagsins á leiguverði íbúðanna.

Tjarnarverk segir „miklu meira“ hafa verið borgað fyrir íbúðirnar

Tjarnarverk segir „miklu meira“ hafa verið borgað fyrir íbúðirnar

·

Íbúðalánasjóður neitar að gefa upp söluverð 87 íbúða sem Tjarnarverk keypti af sjóðnum fyrr á árinu. Starfsmaður Tjarnarverks vill ekki gefa upp hverjir eiga fyrirtækið. Íbúðalánasjóður segist ekki hafa tapað á sölunni til Tjarnarverks.

Íbúðir Tjarnarverks veðsettar fyrir rúmlega þriðjungi af fasteignamati

Íbúðir Tjarnarverks veðsettar fyrir rúmlega þriðjungi af fasteignamati

·

Leigutakar Tjarnarverks í Reykjanesbæ ósáttir við hækkun á leigu sem nemur allt að 40 prósentum. 500 milljónir frá Virðingu notaðar til að greiða fyrir íbúðirnar. Íbúðalánasjóður, sem er opinber fyrirtæki, seldi en verðið á íbúðunum er ekki tekið fram í kaupsamningi.

Launin hærri og lánin lækka

Launin hærri og lánin lækka

·

Norskir bankar bjóða upp á sérstök lán til ungs fólks við fyrstu kaup. Á Íslandi breytist 24 milljón króna lán í 120 milljónir samkvæmt tölum frá Íbúðalánasjóði.