Svæði

Hveragerði

Greinar

Hvernig COVID-19 herjar á Hveragerði: „Komin af stað í ferðalag sem við pöntuðum ekki“
VettvangurCovid-19

Hvernig COVID-19 herj­ar á Hvera­gerði: „Kom­in af stað í ferða­lag sem við pönt­uð­um ekki“

Fimmt­ung­ur bæj­ar­búa í Hvera­gerði var á sama tíma í sótt­kví og bær­inn fast að því lamað­ur. Vel á ann­an tug fólks er smit­að af COVID-19 kór­óna­veirunni í bæn­um og sam­fé­lag­ið varð fyr­ir áfalli þeg­ar fyrsta dauðs­fall Ís­lend­ings af völd­um veirunn­ar reið yf­ir bæ­inn. Þrátt fyr­ir allt þetta rík­ir ein­hug­ur, kær­leik­ur og sam­heldni í bæj­ar­fé­lag­inu, nú sem aldrei fyrr. Hver­gerð­ing­ar ætla sér að kom­ast í gegn­um far­ald­ur­inn, sam­an. „Þetta líð­ur hjá,“ er orð­tæki bæj­ar­búa.
Alvarlegt ef Heilsustofnun hættir að sinna geðþjónustu
Fréttir

Al­var­legt ef Heilsu­stofn­un hætt­ir að sinna geð­þjón­ustu

Fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar seg­ir að op­in­bert fé sem renn­ur til geð­þjón­ustu Heilsu­stofn­un­ar í Hvera­gerði þurfi að fara til annarra að­ila, hætti stofn­un­in að sinna verk­efn­inu. All­ir gest­ir í geð­end­ur­hæf­ingu voru út­skrif­að­ir eða færð­ir í al­menna þjón­ustu þeg­ar for­stjóri og yf­ir­lækn­ir var lát­inn fara.
Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa
Fréttir

Laun stjórn­ar­for­manns heilsu­hæl­is tvö­föld­uð­ust: For­stjóri lát­inn hætta án skýr­inga

For­stjóri og yf­ir­lækn­ir Heilsu­stofn­un­ar í Hvera­gerði var beð­inn um að skrifa und­ir starfs­loka­samn­ing án skýr­inga. Gunn­laug­ur K. Jóns­son stjórn­ar­formað­ur fær 1,2 millj­ón­ir á mán­uði sam­hliða störf­um sem lög­reglu­þjónn. Heilsu­stofn­un greið­ir Nátt­úru­lækn­inga­fé­lagi Ís­lands 40 millj­ón­ir á ári vegna fast­eigna, auk þess að borga af­borg­an­ir lána þeirra.
Fólksflótti úr borginni
Úttekt

Fólks­flótti úr borg­inni

Íbúða­verð hef­ur hækk­að um rúm 40 pró­sent á síð­ast­liðn­um fjór­um ár­um og leigu­verð sömu­leið­is. Ungt fólk á sér litla von um að kaupa íbúð án að­stoð­ar og fá­um tekst að safna sér fyr­ir út­borg­un á grimm­um leigu­mark­aði. Stund­in ræddi við ungt fólk sem hef­ur gef­ist upp á hús­næð­is­mark­að­in­um í þétt­býl­inu og flutt út á land. Þar greið­ir það jafn­vel minna á mán­uði fyr­ir stór ein­býl­is­hús en það gerði fyr­ir litl­ar leigu­íbúð­ir í Reykja­vík.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu