
„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
Sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum kynþroskabælandi lyfjagjafir og hormónameðferðir til transbarna og -ungmenna undir 18 ára aldri. Meðferðirnar eru taldar vera of áhættusamar þar sem vísindalegan grundvöll fyrir þeim skorti. Ekki stendur til að breyta meðferðunum á Íslandi segir Landspítalinn, sem neitar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa fengið lyfin sem um ræðir.