Ríkissaksóknari Namibíu bjartsýn á aðstoð íslenskra stjórnvalda við að saksækja Samherjamenn
Ríkissaksóknari Namibíu, Martha Imalwa, er bjartsýn á samvinnu við Ísland við saksókn gegn þremur Samherjamönnum. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari segir samstarf við Namibíu hafa átt sér á grundvelli réttarbeiðna en að Ísland framselji ekki ríkisborgara sína til Namibíu.
FréttirFlóttamenn
Vararíkissaksóknari amast við innflytjendum og spyr hvort þeim fylgi ofbeldi
Helgi Magnús Gunnarsson kvartar ítrekað undan innflytjendum, múslimum og hælisleitendum á Facebook og „lækar“ kynþáttahyggjuboðskap. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að siðareglur sem settar voru árið 2017 hafi „leiðbeiningargildi varðandi alla framgöngu ákærenda“.
FréttirFjármálahrunið
Ríkissaksóknari áfrýjar Aurum-málinu
Frestur til að sækja um áfrýjunarleyfi í Aurum-málinu rann út í gær og verða sýknudómar yfir Lárusi Welding, Magnúsi Agnari Magnússyni og Jóni Ásgeiri Jóhanessyni teknir fyrir í Hæstirétti Íslands.
FréttirFlóttamenn
„Heyrir til undantekninga að handhafi ákæruvalds tali af slíku ábyrgðarleysi“
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður gagnrýnir vararíkissaksóknara fyrir að vitna til upplýsinga, sem kunna að hafa komið fram í skýrslutöku yfir handteknum manni, í fjölmiðlaviðtali. Segir Helga Magnús kominn í vörn eftir að hafa lagt hælisleitendur að jöfnu við afbrotamenn.
FréttirFlóttamenn
Saksóknari fer með rangt mál samkvæmt presti innflytjenda
Vararíkissaksóknara finnst eðlilegt að senda hælisleitendur til Íraks. Ummæli hans um að hælisleitendur hafi verið að svara kalli Laugarneskirkju, en ekki öfugt, eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum ef marka má frásögn Toshiki Toma, prests innflytjenda.
FréttirSpilling
Af hverju eru spillingarmál ekki rannsökuð oftar á Íslandi?
Ríkissaksóknari hefur aðeins einu sinni átt frumkvæði að því að rannsaka stjórnmálamann vegna spillingar út af umfjöllunun í fjölmiðlum, Árna Johnsen. Bæði embætti héraðssaksóknara og ríkissaksóknara ber skylda til að hefja rannsókn á spillingarmálum en önnur mál eru ofar í forgangsröðinni. Fyrrverandi ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson segir „mjög viðkvæmt“ að ákæruvaldið rannsaki spillingu í stjórnmálum. Samanburður við Svíþjóð sýnir að ákæruvaldið þar hefur miklu oftar frumkvæði að rannsóknum á spillingu. Vararíkissaksóknari Helgi Magnús Gunnarsson telur ekki þarft að rannsaka Borgunarmálið og mál Illuga Gunnarssonar og segir „fráleitt“ að stofna sérstaka spillingardeild innan ákæruvaldsins á Íslandi.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.